Kjúklingur á teini með guðdómlegri gyðjusósu

  ,   

júlí 23, 2021

Grillaður kjúklingur með bragðmikilli sósu.

Hráefni

Grillkjúklingur

500 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

6 msk akasíuhunang

2 msk sojasósa frá Blue Dragon

safi úr 1/2 sítrónu

salt og pipar

Guðdómleg gyðjudressing

1 búnt af ferskri basilíku

1/2 búnt af steinselju

1 bolli grísk jógúrt

2 tsk agave síróp/hunang

safi af 1 sítrónu

2 hvítlauksrif

1/2 tsk eplaedik

1 tsk Heinz Worcestershire sósa

salt og pipar

ólífuolía

Leiðbeiningar

Grillkjúklingur

1Blandið öllu saman í skál og smakkið til.

2Leggið kjúklinginn í marineringuna og geymið í kæli í amk klukkustund.

3Leggið grillteina í bleyti í 30 mínútur svo þeir brenni ekki.

4Þræðið því næst kjúklinginn upp á teinana og grillið þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

Guðdómleg gyðjudressing

1Setjið öll hráefnin að ólífuolíunni frátalinni í matvinnsluvél og blandið vel saman.

2Hellið olíunni ofur varlega saman við á meðan vélin er í gangi þar til allt hefur blandast vel saman.

3Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Nauta rib-eye með Tabasco chimichurri

Draumur sælkerans, nautakjöt með heimagerðu chimichurri sem leikur við bragðlaukanna.

Nauta tataki

Sælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.

Dumle smooores með banana

Gillpanna með karamellu og hafrakexi.