#nusica

Páskasmákökur

Þessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.

SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift tikkar í öll þau box. Ofureinföld þar sem við kaupum tilbúið smjördeig og púslum svo bara hráefnunum saman. Fullkomið í bröns eða sem eftirréttur sérstaklega á Valentínusardaginn eða Bónda og Konudaginn.
Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrjuBrauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu. Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi? Akkurat ekki neitt.
Blúndur með súkkulaðikremiÞessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
Kókos og hindberja smjördeigsbollaFyrir þá sem leggja ekki í að gera vatnsdeigsbollur frá grunni þá er þetta frábær lausn. Hér eru á ferðinni einfaldar bolludagsbollur með kókossmyrju.
KókosbollurKlassískar vatndeigsbollur með kókosbragði. Það kemur góður kókoskeimur í rjómann frá kókossmyrjunni og síðan gott að fá litla og seiga Yankie bita með í hverjum bita!
Litlar draumabollurSúkkulaði- og heslihnetusmjör er eitt af mínu uppáhalds „topping“, hvort sem um er að ræða vöfflur, pönnukökur, bollur….nú eða bara ristað brauð! Ég elska síðan marsípan og núggat og því datt mér í hug að blanda Anthon Berg í málið og útkoman var alveg hreint stórkostleg!
Belgískar vöfflurÞið þurfið ekki að leita lengra eftir hinni fullkomnu uppskrift af belgískum vöfflum, sem er líka súpereinfalt að útbúa
1 2