fbpx

Nusica og Toffifee bolla

Gómsætar bollur með heslihnetubragði og karamellu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Skotheldar vatnsdeigsbollur
 100 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 egg
Nusica og Toffifee fylling
 250 ml rjómi
 4 msk Nusica súkkulaðismjör
 1 kassi (125 g) Toffifee, smátt saxað
Skraut
 Toffifee, saxað
Glassúr
 1 poki Cote Dor Fílakaramellur
 ½ dl rjómi

Leiðbeiningar

Skotheldar vatnsdeigsbollur
1

Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2

Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3

Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

Nusica og Toffifee fylling
4

Stífþeytið rjómann.

5

Bætið súkkulaðismjörinu og Toffiefee saman við rjómann og blandið varlega saman með sleif.

6

Setjið fyllinguna í bollurnar.

Skraut og glassúr
7

Setjið glassúrinn yfir bollurnar og stráið söxuðu Toffifee yfir.


Uppskrift frá Berglindi GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

Skotheldar vatnsdeigsbollur
 100 g smjör
 2 dl vatn
 2 dl hveiti
 2 egg
Nusica og Toffifee fylling
 250 ml rjómi
 4 msk Nusica súkkulaðismjör
 1 kassi (125 g) Toffifee, smátt saxað
Skraut
 Toffifee, saxað
Glassúr
 1 poki Cote Dor Fílakaramellur
 ½ dl rjómi

Leiðbeiningar

Skotheldar vatnsdeigsbollur
1

Látið smjör og vatn saman í pott hitið þar til blandan er byrjuð að sjóða. Takið þá pottinn af hellunni og bætið hveiti saman við og hrærið þar til myndast hefur deigkúla.

2

Setjið deigið í hrærivél og stillið á minnsta hraðann, svo mesti hitinn fari úr deiginu. Látið eggin saman í skál á meðan og léttþeytið. Hellið þeim svo smám saman út í deigblönduna á lágum hraða.

3

Notið 2 matskeiðar til að móta ca. 8-10 bollur. Látið á ofnplötu með smjörpappír og setjið inn í ofn á 180°C á blæstri í 20-25 mínútur og opnið ekki ofninn fyrr en að þeim tíma liðnum svo bollurnar falli ekki.

Nusica og Toffifee fylling
4

Stífþeytið rjómann.

5

Bætið súkkulaðismjörinu og Toffiefee saman við rjómann og blandið varlega saman með sleif.

6

Setjið fyllinguna í bollurnar.

Skraut og glassúr
7

Setjið glassúrinn yfir bollurnar og stráið söxuðu Toffifee yfir.

Nusica og Toffifee bolla

Aðrar spennandi uppskriftir