fbpx

Smjördeigshjörtu

Það getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift tikkar í öll þau box. Ofureinföld þar sem við kaupum tilbúið smjördeig og púslum svo bara hráefnunum saman. Fullkomið í bröns eða sem eftirréttur sérstaklega á Valentínusardaginn eða Bónda og Konudaginn.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Smjördeig (hver plata gerir tvö hjörtu)
 Súkkulaðismjör, Nusica
 Flórsykur
 Jarðaber

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 200°c. Skerið út hjörtu með piparkökuformi eða með hníf, þá er gott að teikna hjarta á bökunarpappír, klippa það út og leggja á smjördeigið og skera með fram pappírnum.

2

Skerið svo grunnt með hníf u.þ.b cm inn í hjartað annað hjarta, ekki fara í gegnum deigið heldur aðeins hálfa leið. Setjið hjörtun á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10-12 mín.

3

Þegar hjörtun eru orðin ljósbrún takið plötuna út og ýtið miðjunni varlega niður, þannig gerum við pláss fyrir súkkulaðismjörið.

4

Við setjum eina teskeið af súkkulaðismjöri í hvert hjarta, gott er að setja smá í skál og hita örlítið í örbylgjuofni og hella ofan í hjörtun, leyfið svo hjörtunum að kólna.

5

Sáldrið flórsykri yfir hjörtun með sigti og skerið jarðaberin. Skerið litlar rákir í átt að toppinum án þess að fara alla leið í gegn, dragið berið í sundur og leggið á hjartað. Skreytið með súkkulaðismjöri yfir.

6

Gott er að bera hjörtun fram með ís eða jafnvel rjóma, eða bara borða þau ein og sér.


DeilaTístaVista

Hráefni

 Smjördeig (hver plata gerir tvö hjörtu)
 Súkkulaðismjör, Nusica
 Flórsykur
 Jarðaber

Leiðbeiningar

1

Stillið ofn á 200°c. Skerið út hjörtu með piparkökuformi eða með hníf, þá er gott að teikna hjarta á bökunarpappír, klippa það út og leggja á smjördeigið og skera með fram pappírnum.

2

Skerið svo grunnt með hníf u.þ.b cm inn í hjartað annað hjarta, ekki fara í gegnum deigið heldur aðeins hálfa leið. Setjið hjörtun á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í 10-12 mín.

3

Þegar hjörtun eru orðin ljósbrún takið plötuna út og ýtið miðjunni varlega niður, þannig gerum við pláss fyrir súkkulaðismjörið.

4

Við setjum eina teskeið af súkkulaðismjöri í hvert hjarta, gott er að setja smá í skál og hita örlítið í örbylgjuofni og hella ofan í hjörtun, leyfið svo hjörtunum að kólna.

5

Sáldrið flórsykri yfir hjörtun með sigti og skerið jarðaberin. Skerið litlar rákir í átt að toppinum án þess að fara alla leið í gegn, dragið berið í sundur og leggið á hjartað. Skreytið með súkkulaðismjöri yfir.

6

Gott er að bera hjörtun fram með ís eða jafnvel rjóma, eða bara borða þau ein og sér.

Smjördeigshjörtu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.