fbpx

Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrju

Brauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu. Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi? Akkurat ekki neitt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 stk Hvítt samlokubrauð 2 sneiðar í hverja samloku
 Nuscia súkkulaðismyrja
 Egg
 Salt
 Smjör
 Kanilsykur til til að velta uppúr

Leiðbeiningar

1

Skerið hverja brauðsneið í hringi með glasi eða hringskera.

2

Smyrjið svo rausnarlegu lagi af Nusica á eina brauðsneið og lokið með annari.

3

Gerið þetta þar til þið eruð komin með eins og 2-3 samlokur á mann.

4

Brjótið svo egg á djúpan disk og saltið og hitið smjör á pönnu, betra að hafa meira smjör en minna.

5

Hrærið upp eggið á disknum og veltið svo hverri samloku báðum megin upp úr egginu og setjið beint á heita pönnuna með smjörinu á.

6

Þegar brauðið er orðið vel brúnað takið það þá af pönnuni og veltið beint upp úr kanilsykri.

7

Setjið Nusica smyrju í skál og hitið í örbylgjuofni í eins og 30 sekúndur eða þar til hún er orðin mjúk og auðvelt að dýfa ofan í.

8

Berið brauðið heitt fram með Nusica smyrjunni til að dýfa ofan í.


DeilaTístaVista

Hráefni

 2 stk Hvítt samlokubrauð 2 sneiðar í hverja samloku
 Nuscia súkkulaðismyrja
 Egg
 Salt
 Smjör
 Kanilsykur til til að velta uppúr

Leiðbeiningar

1

Skerið hverja brauðsneið í hringi með glasi eða hringskera.

2

Smyrjið svo rausnarlegu lagi af Nusica á eina brauðsneið og lokið með annari.

3

Gerið þetta þar til þið eruð komin með eins og 2-3 samlokur á mann.

4

Brjótið svo egg á djúpan disk og saltið og hitið smjör á pönnu, betra að hafa meira smjör en minna.

5

Hrærið upp eggið á disknum og veltið svo hverri samloku báðum megin upp úr egginu og setjið beint á heita pönnuna með smjörinu á.

6

Þegar brauðið er orðið vel brúnað takið það þá af pönnuni og veltið beint upp úr kanilsykri.

7

Setjið Nusica smyrju í skál og hitið í örbylgjuofni í eins og 30 sekúndur eða þar til hún er orðin mjúk og auðvelt að dýfa ofan í.

8

Berið brauðið heitt fram með Nusica smyrjunni til að dýfa ofan í.

Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrju

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…