#kóríander

Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Ofurgott taco með andaconfitÉg segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
Tacos með madras kjúklingiHér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Súper nachos með kalkúnahakkiHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt! Súper nachos með kalkúnahakki, svörtum baunum, ostasósu, salsasósu, avókadó og vorlauk
Djúsí og einföld BBQ pizzaPizza með kjúklingi í BBQ sósu, rjómaosti, rifnum osti, nachosi, rauðlauk og toppuð með avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er stórkostleg blanda sem svíkur engan.
Grillað lambalæriGrillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!
Quesadilla hringurFylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
1 2 3 4 5