#kanill

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókosÞessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!
Ofurfljótlegt lífrænt pönnumúslíMúslí útbúið að pönnu á nokkrum mínútum. Fullkomið þegar maður vill græja fullkomna smoothie skál með engum fyrirvara. Í þessa uppskrift nota ég lífrænar vörur frá Rapunzel.
Einföld eplabaka með kanil og kardimommumGalette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða of harður. Bakan er alls ekki of sæt og býður upp á marga möguleika. Það væri hægt að strá söxuðum hnetum yfir hana undir lok bökunartímans t.d eða dreifa smá karamellusósu yfir. Ég toppa hana með dásamlegu vanillusósunni frá Oatly en hún er alveg ómissandi með eplabökum og svo góð þegar hún hefur verið þeytt.
Fljótlegt Swiss Mocca með chili og kanilSwiss Miss er mjög bragðgott og frábært að setja útí kaffið, algjört nammi! Chili og kanill setur síðan punktinn yfir-ið og rífur aðeins í. Fullkomið í kuldanum.
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaðiÞessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel.
1 2