OREO kanilsnúðar

    

desember 22, 2020

Girnilegir kanilsnúðar með OREO rjómaostakremi, mmm...

Hráefni

Deig

120ml volg mjólk

120ml volgt vatn

7g þurrger

½ dl sykur

80g smjör

1 egg

1 tsk salt

450g hveiti

Fylling

2dl sykur

2 msk kanill

100g smjör

70 gr OREO Crumbs eða mulið OREO kex

Krem

4 msk smjör

400g flórsykur

½ tsk vanilludropar

3 msk heitt vatn

2 msk Philadelphia rjómaostur

70 gr OREO Crumbs eða mulið OREO kex

Leiðbeiningar

Deig

1Fyrst er blandað saman í skál volgri mjólk, volgu vatni og þurrgeri. Látið standa í nokkrar mínútur.

2Svo er bætt út í og blandað vel, sykur, smjör, egg og salti.

3Bætið síðan við hveiti og hrærið vel, þetta er allt blandað saman í hrærivél með krók.

4Látið deigið hefast í 1 klst.

Fylling

1Á meðan gerum við fyllinguna, blandið öllu saman í skál.

2Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni út á deigið.

3Rúllað deiginu upp í pylsu.

4Skorið í bita og raðað í form.

5Ofninn stilltur á 175 gráður blástur.

6Bakað í 35-45 mínútur.

Krem:

1Blanda saman hráefnunum.

2Kreminu er hellt yfir snúðana.

3Njóta!

Uppskrift eftir Emblu Wigum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.