fbpx

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með að baka hana á sunnudegi og græja í box fyrir vikuna, hún geymist vel í kæli en einnig er hægt að frysta hana. Skella henni þá aðeins í örbylgjuna og njóta!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 bollar grófir hafrar frá Rapunzel
 0,33 bolli sykur að eigin vali, hlynsíróp, hrásykur eða erythritol
 1 tsk kanill
 1 tsk lyftiduft
 salt á hnífsoddi
 0,25 bolli saxaðar möndlur með hýði, ég notaði frá Rapunzel
 2 stk stór lífræn egg
 2 msk bragðlaus kókosolía brædd
 1,50 bollar mjólk eftir smekk, ég notaði Oatly iKaffe
 1 tsk vanilludropar
 1,50 bollar fersk bláber frá Driscoll'seða frosin
 Gróft kókosmjöl eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170°C blástur

2

Saxið möndlurnar. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið í með sleif.

3

Setjið egg, mjólk, kókosolíu og vanilludropa saman við og hrærið þar til deigið verður nokkuð samfellt. Setjið bláber saman við og hrærið varlega saman með sleikju.

4

Smyrjið eldfast mót í minni kantinum, stráið kókosmjöli yfir og setjið deigið út í. Bakið í 35 mín.

5

Ég mæli líka með því að setja smá hlynsíróp yfir og njóta með grískri jógúrt eða þeyttum hafrarjóma.


DeilaTístaVista

Hráefni

 3 bollar grófir hafrar frá Rapunzel
 0,33 bolli sykur að eigin vali, hlynsíróp, hrásykur eða erythritol
 1 tsk kanill
 1 tsk lyftiduft
 salt á hnífsoddi
 0,25 bolli saxaðar möndlur með hýði, ég notaði frá Rapunzel
 2 stk stór lífræn egg
 2 msk bragðlaus kókosolía brædd
 1,50 bollar mjólk eftir smekk, ég notaði Oatly iKaffe
 1 tsk vanilludropar
 1,50 bollar fersk bláber frá Driscoll'seða frosin
 Gróft kókosmjöl eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 170°C blástur

2

Saxið möndlurnar. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið í með sleif.

3

Setjið egg, mjólk, kókosolíu og vanilludropa saman við og hrærið þar til deigið verður nokkuð samfellt. Setjið bláber saman við og hrærið varlega saman með sleikju.

4

Smyrjið eldfast mót í minni kantinum, stráið kókosmjöli yfir og setjið deigið út í. Bakið í 35 mín.

5

Ég mæli líka með því að setja smá hlynsíróp yfir og njóta með grískri jógúrt eða þeyttum hafrarjóma.

Morgunverðarkaka með bláberjum, möndlum og kókos

Aðrar spennandi uppskriftir