fbpx

Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði

Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 1/4 bolli lífræn haframjólk frá Oatly
 15g þurrger
 3 1/2 bolli lífrænt hveiti
 1/2 tsk salt
 1/2 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk kanill
 1 egg lífrænt + 1 egg til þess að pensla með
 1/4 bolli fljótandi kókosolía
 160g 70% súkkulaði frá Rapunzel, eða 2 plötur saxaðar

Leiðbeiningar

1

Hitið haframjólkina upp í 37°C. Setjið gerið út í og hrærið aðeins. Látið bíða í 5 mín eða þangað til það fer að freyða.

2

Setjið öll þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum

3

Setjið mjólkina ásamt geri saman við, kókosolíu og egg og hrærið þar til deigið er aðeins farið að loða saman. Setjið þá súkkulaðið saman við og látið vélina vinna í 5 mín á rólegum hraða.

4

Takið krókinn af, hnoðið deigið í kúlu og setjið aftur í skálina og plastfilmu yfir.

5

Látið hefast í 45 mín.

6

Mótið 12-14 bollur og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.

7

Hitið ofninn í 45°C og úðið vel að innan með vatni. Úðið yfir bollurnar og setjið þær í ofninn og látið hefast í ofninum í 20 mín.

8

Takið plötuna útúr ofninum og stillið hann á 200°C, þeytið egg með gaffli og penslið yfir bollurnar á meðan ofninn er að hitna.

9

Bakið bollurnar í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 1/4 bolli lífræn haframjólk frá Oatly
 15g þurrger
 3 1/2 bolli lífrænt hveiti
 1/2 tsk salt
 1/2 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk kanill
 1 egg lífrænt + 1 egg til þess að pensla með
 1/4 bolli fljótandi kókosolía
 160g 70% súkkulaði frá Rapunzel, eða 2 plötur saxaðar

Leiðbeiningar

1

Hitið haframjólkina upp í 37°C. Setjið gerið út í og hrærið aðeins. Látið bíða í 5 mín eða þangað til það fer að freyða.

2

Setjið öll þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum

3

Setjið mjólkina ásamt geri saman við, kókosolíu og egg og hrærið þar til deigið er aðeins farið að loða saman. Setjið þá súkkulaðið saman við og látið vélina vinna í 5 mín á rólegum hraða.

4

Takið krókinn af, hnoðið deigið í kúlu og setjið aftur í skálina og plastfilmu yfir.

5

Látið hefast í 45 mín.

6

Mótið 12-14 bollur og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.

7

Hitið ofninn í 45°C og úðið vel að innan með vatni. Úðið yfir bollurnar og setjið þær í ofninn og látið hefast í ofninum í 20 mín.

8

Takið plötuna útúr ofninum og stillið hann á 200°C, þeytið egg með gaffli og penslið yfir bollurnar á meðan ofninn er að hitna.

9

Bakið bollurnar í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar.

Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir