fbpx

Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði

Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 1/4 bolli lífræn haframjólk frá Oatly
 15g þurrger
 3 1/2 bolli lífrænt hveiti
 1/2 tsk salt
 1/2 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk kanill
 1 egg lífrænt + 1 egg til þess að pensla með
 1/4 bolli fljótandi kókosolía
 160g 70% súkkulaði frá Rapunzel, eða 2 plötur saxaðar

Leiðbeiningar

1

Hitið haframjólkina upp í 37°C. Setjið gerið út í og hrærið aðeins. Látið bíða í 5 mín eða þangað til það fer að freyða.

2

Setjið öll þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum

3

Setjið mjólkina ásamt geri saman við, kókosolíu og egg og hrærið þar til deigið er aðeins farið að loða saman. Setjið þá súkkulaðið saman við og látið vélina vinna í 5 mín á rólegum hraða.

4

Takið krókinn af, hnoðið deigið í kúlu og setjið aftur í skálina og plastfilmu yfir.

5

Látið hefast í 45 mín.

6

Mótið 12-14 bollur og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.

7

Hitið ofninn í 45°C og úðið vel að innan með vatni. Úðið yfir bollurnar og setjið þær í ofninn og látið hefast í ofninum í 20 mín.

8

Takið plötuna útúr ofninum og stillið hann á 200°C, þeytið egg með gaffli og penslið yfir bollurnar á meðan ofninn er að hitna.

9

Bakið bollurnar í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 1/4 bolli lífræn haframjólk frá Oatly
 15g þurrger
 3 1/2 bolli lífrænt hveiti
 1/2 tsk salt
 1/2 bolli rapadura hrásykur frá Rapunzel
 2 tsk kanill
 1 egg lífrænt + 1 egg til þess að pensla með
 1/4 bolli fljótandi kókosolía
 160g 70% súkkulaði frá Rapunzel, eða 2 plötur saxaðar

Leiðbeiningar

1

Hitið haframjólkina upp í 37°C. Setjið gerið út í og hrærið aðeins. Látið bíða í 5 mín eða þangað til það fer að freyða.

2

Setjið öll þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum

3

Setjið mjólkina ásamt geri saman við, kókosolíu og egg og hrærið þar til deigið er aðeins farið að loða saman. Setjið þá súkkulaðið saman við og látið vélina vinna í 5 mín á rólegum hraða.

4

Takið krókinn af, hnoðið deigið í kúlu og setjið aftur í skálina og plastfilmu yfir.

5

Látið hefast í 45 mín.

6

Mótið 12-14 bollur og setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír.

7

Hitið ofninn í 45°C og úðið vel að innan með vatni. Úðið yfir bollurnar og setjið þær í ofninn og látið hefast í ofninum í 20 mín.

8

Takið plötuna útúr ofninum og stillið hann á 200°C, þeytið egg með gaffli og penslið yfir bollurnar á meðan ofninn er að hitna.

9

Bakið bollurnar í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar.

Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…