Uppskriftir

Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapenoKjúklingabringur fylltar með Light Philadelphia rjómaosti, cheddar osti, fersku jalapeno og Jalapeno Tabasco sósu. Rétturinn er svo borinn fram með sætkartöflufrönskum með ljúffengri jalapeno sósu og avókadósalsa.
Kjúklingabaunir í Tikka Masala sósuEinfaldur kjúklingabaunaréttur úr smiðju Hildar Ómars. "Mögulega sá einfaldasti. Ef veganúar er ekki rétti tíminn til að elda úr baunum þá veit ég ekki hvað." segir Hildur
Frosting kakaVirkilega tignarleg kaka með ljúffengu frosting kremi.
Áramóta ostakúlaGómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.
Hátíðlegur vegan eftirrétturHátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.
Hnallþóra áramótannaAlmáttugur krakkar ef þetta er ekki kakan sem þið ætlið að bjóða upp á á Gamlárskvöld þá veit ég ekki hvað! Hún er einföld og sjúklega góð! Það má baka botnana með fyrirvara til að spara tíma svo hér er nákvæmlega ekkert sem getur klikkað! Tobleronesósan gerir kökuna extra djúsí og góða og þessi samsetning er bara hreint út sagt guðdómleg.
Einföld eplabaka með kanil og kardimommumGalette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða of harður. Bakan er alls ekki of sæt og býður upp á marga möguleika. Það væri hægt að strá söxuðum hnetum yfir hana undir lok bökunartímans t.d eða dreifa smá karamellusósu yfir. Ég toppa hana með dásamlegu vanillusósunni frá Oatly en hún er alveg ómissandi með eplabökum og svo góð þegar hún hefur verið þeytt.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
FílakaramellubrowniesFílakaramellur eru auðvitað löngu búnar að fanga hug og hjörtu landsmanna og þær má svo sannarlega nota í annað en að borða þær beint úr bréfinu.
1 29 30 31 32 33 115