SúkkulaðisamlokurVirkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!Möndlusmákökur með suðrænu ívafiHér eru kökur fyrir þá sem elska að hafa eitthvað gott að maula á á aðventunni með kaffinu, sem er þó ekki alveg dísætt eins og margar smákökur eiga til að vera. Þessar möndlukökur minna mig ögn á ítölsku kökurnar cantucci eða biscotti hvað bragðið varðar. Ekki dísætar en mátulega sætar til að hafa með kaffinu.
Ef þig langar að hafa kökurnar aðeins meira djúsí þá er hægt að setja dökkt súkkulaði á þær en ég gerði það við helmingin af kökunum, þar sem krakkarnir vildu þær með súkkulaði á. Ég hins vegar vil þær án súkkulaðis svo ykkar er valið. Ég notaði 85 % súkkulaði frá Rapunzel þar sem það er ekki of sætt og gefur djúpt súkkulaðibragð. Meginhráefnið og aðalstjarnan í kökunum er möndlusmjör og hakkaðar möndlur. Möndlusmjörið gefur kökunum þetta dásamlega möndlubragð. Hökkuðu möndlurnar gefa kökunum bit undir tönn sem ég elska. Ég notaði Rapunzel möndlusmjörið en það eru 100 % möndlur í því, auk þess sem það er lífrænt ræktað og algjör gæðavara.
Kökurnar eru stökkar á köntunum og svo mjúkar inn að miðju, en ég elska að hafa þær þannig. Ég baka þær þá á styttri tímanum, en ef þú vilt hafa þær alveg stökkar þá geturðu valið lengri tímann. Það sem skemmir síðan ekki fyrir er að kökurnar eru afar eindaldar að gera og tekur stuttan tíma að henda í þær. Deigið þarf ekkert að kólna né neitt vesen og því tilvalið fyrir óþolinmóða eins og mig. Team súkkulaði eða ekki súkkulaði, team stökkir kantar, mjúk miðja eða stökkar harðar biscotti kökur. Hér ræður þú ferðinni og útkoman eins og þú vilt hafa hana.PiparkökukúlurHvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið. Ég elska að nota lífrænar mjúkar kasjúhnetur í hrákúlur því þær eru pínu sætar en samt svo skemmtilega hlutlausar að öll krydd njóta sín svo vel.Yankie ístertaÍsterta með marengs botni fyrir lengra komna.Hátíðarpiparmyntuís með ferskri myntu og BrowniedeigbotniÉg elska piparmyntu ís en mér hefur oft fundist erfitt að ná rétta piparmyntubragðinu þegar ég geri hann heimalagaðan. í ákvað ég að reyna að finna lausn á því og prófa að nota ferska myntu ásamt piparmyntudropum og viti menn. Útkoman var alveg eins og ég vildi hafa ísinn, alveg eins og út úr ísbúð ef ekki bara betri. Þar sem ég vildi hafa allt hágæða hráefni í honum ákvað ég að nota hágæða lífrænt ræktað fyllt piparmyntu og karamellu súkkulaði í hann sem er algjört möst.Heimagerðar Ferrero Rocher kúlurEitt af mínu uppáhalds sælgæti eru Ferrero Rocher kúlurnar í gyllta bréfinu. Það er eitthvað við þessa blöndu af heslihnetum, súkkulaði og núggati sem ég stenst sjaldnast. Mig langaði að prófa að gera einhverja skemmtilega útgáfu af þeim heima þar sem ég gæti notast við lífræn og vegan hráefni. Ég skoðaði ýmsar útgáfur og prófaði llskonar og þessi blanda varð ofan á. Ristuð heslihneta klædd í konfektkápu sem er svo velt upp úr hökkuðum heslihnetum og svo dýft í súkkulaði. Algjörlega ómótstæðileg blanda! Þetta verðið þið að prófa.FílakaramelluostakakaLíklega ein besta ostakaka allra tíma, mjúk ostafylling með kanilbotni og karamelluhjúp.Hrákúlur með kakó og appelsínubragðiMig er lengi búið að langa að gera kakókúlur með appelsínubragði, mögulega því ég algjörlega elska þessa samsetningu, dökkt súkkulaði og appelsínudjús er mögulega mín fíkn. Ég lét svo loksins verða að því í aðdraganda afmælis míns í október, þegar ég var að plana smá afmælisboð fyrir mitt nánasta fólk. Þær urðu jafn góðar og ég ímyndaði mér svo ég varð að sjálfsögðu að bjóða uppá þær í litlu veislunni minni. “Þetta verður nammið okkar um jólin” sagði pabbi og það eru ágætis meðmæli get ég sagt ykkur því hann er alvöru sælkeri. Ég mæli heilshugar með þessum bráðhollu kúlum sem bragðast eins og nammi og litlum puttum gætu einnig þótt gaman að búa þessar til.
Ég vel alltaf að nota lífrænt hráefni í mínar hrákúlur og mig langar að taka það sérstaklega fram að þar sem börkurinn af appelsínunni er notaður þá er mikilvægt að nota lífræna appelsínu þar sem við viljum ekki nota börk með skordýraeitri í kúlurnar. Ef þú finnur ekki lífræna appelsínu þá myndi ég skipta út berki fyrir meiri appelsínusafa.KonfektmúsHér er ég búin að taka klassísku súkkulaðimúsina mína og setja smá lúxus konfekt-twist á hana og almáttugur maður minn, þessi er eitthvað annað! Silkimjúk og mild á bragðið og ég ætla að viðurkenna að ég mun að öllum líkindum halda framhjá þessari klassísku í ár!Tony’s súkkulaðiísÆðislegur súkkulaðiís með stökkum súkkulaðihjúp.Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðjuÉg elska svona fallnar kökur sem eru fallega ljótar, því oft eru þær einfaldlega bestar. Hér er ég með eina dásamlega góða köku sem er í senn einföld en afar ljúffeng, svona kaka kallast oft torte á ensku en þá er verið að vísa til fallinnar súkkulaðiköku. Yfirleitt viljum við ekki að kökurnar okkar falli eftir bakstur en í þessu tilfelli er það akkurat það sem við viljum. Ef ég ætti að líkja henni við einhverja sérstaka köku þá held ég að þessi sé mjög skyld franskri súkkulaðiköku, nema þessi er hveitilaus og eins og með þá frönsku er hún best með rjóma. Eins og ég sagði er kakan hveitilaus en í hana notaði ég möndlumjöl í stað hveitis sem gefur smá svona eins og marsípanáferð á hana, en samt bragðast hún ekki eins og marsípan. Kakan er best borin fram heit en hún er í senn stökk að utan og blaut og klístruð að innan eins og blanda af franskri súkkulaðiköku og kladdaköku. Í staðinn fyrir smjör notaði ég kókósmöndlusmjörið frá Rapunzel en það er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki bara hollt heldur einnig mjög bragðgott. Ég mæli með að þú hendir í þessa köku en með henni bar ég fram Oatly þeyttan rjóma og toppaði svo allt heila klabbið með döðlusírópinu frá Rapunzel. Þetta var hin fullkomna þrenna!Hátíðleg hindberja ostakakaHvítsúkkulaði ostakaka, kexbotn með kanilkeim og fersk hindber eru klárlega góð blanda!Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaðiÞessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum fyrirvara. Þessar eru algjörlega ómissandi fyrir alla unnendur kókos!Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompottOkkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það má auka við eða draga úr sætumagni ef vill. Lífræna hlynsírópið frá Rapunzel er dásamlegt í bakstur og auðvitað alveg ljómandi gott með pönnukökum eða vöfflum. Það er einnig stórgott að setja nokkra dropa í kaffið en þessir bitar eru einmitt alveg sérlega góðir með rjúkandi heitum kaffibolla.Poffertjes hollenskar pönnukökur með maple smjöriÉg er búin að ætla mér í þónokkurn tíma að gera nokkrar uppskriftir af góðgæti sem ég kynntist í hinni einu sönnu Ameríku. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Dutch pancakes eða Poffertjes var fyrr en ég fór á stað í New York sem heitir Le pain quotidien. Þar var á boðstólnum þessar dýrindis litlu kringlóttu pönnukökur sem voru bornar fram með banana og maple smjöri, og úff hvað þetta var gott. Poffertjes er mjög þekkt í Hollandi og kannast kannski margir sem hafa þangað komið við að hafa keypt sér poffertjes af götusölum. Hægt er að fá poffertjes með súkkulaðiáleggi, rjóma, síróp eða bara hverju því sem hugurinn girnist. Oftast er þó alltaf búið að sáldra flórsykri yfir. Svo ég lýsi nú aðeins hvað poffertjes er þá er það ekki svo langt frá hinum dönsku eplaskífum, nema í stað lyftidufts er notað ger og það eru engin epli í þeim. Til að geta bakað þær þarf maður helst að eiga sérstaka pönnu til verksins sem svipar mjög til eplaskífupönnu en það er akkurat eplaskífupanna sem ég notaði, sjá mynd neðst. Maple smjör er svo annað sem ég hafði aldrei bragðað áður en vá hvað það er gott. Hér er mikilvægt að nota gott gæða Maple síróp en ég notaði frá Rapunzel. Rapunzel Maple sírópið er hið fullkomna síróp til að nota í maple smjör. Það er Dökkt, kröftugt og gefur eins og karamellubragð. trénu verður það dekkra, bragðmeira sætara. Rapunzel er mjög vandað merki en Rapunzel framleiðir lífrænar vörur af ást og umhyggju og eru frumkvöðlar í lífrænni ræktun. Rapunzel leggur sérstaka áherslu ekki aðeins á gæði matarins heldur einnig á lífsgæði bændanna sem rækta hann.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.