fbpx

Heimagerðar Ferrero Rocher kúlur

Eitt af mínu uppáhalds sælgæti eru Ferrero Rocher kúlurnar í gyllta bréfinu. Það er eitthvað við þessa blöndu af heslihnetum, súkkulaði og núggati sem ég stenst sjaldnast. Mig langaði að prófa að gera einhverja skemmtilega útgáfu af þeim heima þar sem ég gæti notast við lífræn og vegan hráefni. Ég skoðaði ýmsar útgáfur og prófaði llskonar og þessi blanda varð ofan á. Ristuð heslihneta klædd í konfektkápu sem er svo velt upp úr hökkuðum heslihnetum og svo dýft í súkkulaði. Algjörlega ómótstæðileg blanda! Þetta verðið þið að prófa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 60 g grófir hafrar frá Rapunzel, malaðir fínt
 40 g ristaðar heslihnetur frá Rapunzel, malaðar fínt
 130 g döðlur frá Rapunzel, lagðar í bleyti í heitt va
 50 g möndlusmjör frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel
 3 msk kakó frá Rapunzel
 1 msk Oatly iMat matreiðslurjómi
 ¼ tsk salt
 50 g gróft muldar heslihnetur frá Rapunzel
 24 stk heilar heslihnetur frá Rapunzel, ristaðar
 2 stk Nirwana vegan súkkulaðiplötur frá Rapunzel
 1 stk 85% súkkulaðiplata frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að rista 200g af heslihnetum. Setjið hneturnar á ofnplötu og ristið í ofninum við 160°C í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar. Takið úr ofninum og kælið í 5 mínútur áður en þið hellið þeim á viskastykki og nuddið mesta skurnina af. Kælið.

2

Leggið döðlurnar í bleyti í sjóðandi heitt vatn í 20 mínútur.

3

Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið fínt. Bætið heslihnetum saman við og vinnið saman í mjöl með höfrunum.

4

Hellið vatninu af döðlunum og setjið í matvinnsluvélina. Setjið restina af innihaldsefnum fyrir utan heilar heslihnetur og súkkulaðið í vélina og vinnið í deig. Skafið deigið í skál og kælið aðeins, þannig er betra að vinna með það.

5

Saxið súkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði. Setjið 50g af heslihnetum í matvinnsluvélina og vinnið þar til þær eru gróft saxaðar en þannig að hægt sé að rúlla kúlunum upp úr þeim.

6

Takið deigið úr kæli, ég vigtaði kúlurnar og hafði þær um 13-14g hverja. Setjið eina heslihnetu í miðjuna og rúllið í kúlu. Rúllið þá kúlunni í heslihnetumulning og leggið á plötu. Haldið áfram þar til allar kúlurnar hafa verið mótaðar. Geymið í kæli á meðan súkkulaðið er brætt.

7

Dýfið hverri kúlu í súkkulaði, látið leka vel af og setjið á grind eða plötu. Haldið áfram þar til allar kúlurnar hafa verið hjúpaðar. Kælið vel.

8

Þegar kúlurnar eru orðnar vel kaldar er hægt að raða þeim í box. Geymist í kæli.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 60 g grófir hafrar frá Rapunzel, malaðir fínt
 40 g ristaðar heslihnetur frá Rapunzel, malaðar fínt
 130 g döðlur frá Rapunzel, lagðar í bleyti í heitt va
 50 g möndlusmjör frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel
 3 msk kakó frá Rapunzel
 1 msk Oatly iMat matreiðslurjómi
 ¼ tsk salt
 50 g gróft muldar heslihnetur frá Rapunzel
 24 stk heilar heslihnetur frá Rapunzel, ristaðar
 2 stk Nirwana vegan súkkulaðiplötur frá Rapunzel
 1 stk 85% súkkulaðiplata frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að rista 200g af heslihnetum. Setjið hneturnar á ofnplötu og ristið í ofninum við 160°C í 10-15 mín eða þar til þær eru orðnar vel gylltar. Takið úr ofninum og kælið í 5 mínútur áður en þið hellið þeim á viskastykki og nuddið mesta skurnina af. Kælið.

2

Leggið döðlurnar í bleyti í sjóðandi heitt vatn í 20 mínútur.

3

Setjið haframjöl í matvinnsluvél og malið fínt. Bætið heslihnetum saman við og vinnið saman í mjöl með höfrunum.

4

Hellið vatninu af döðlunum og setjið í matvinnsluvélina. Setjið restina af innihaldsefnum fyrir utan heilar heslihnetur og súkkulaðið í vélina og vinnið í deig. Skafið deigið í skál og kælið aðeins, þannig er betra að vinna með það.

5

Saxið súkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði. Setjið 50g af heslihnetum í matvinnsluvélina og vinnið þar til þær eru gróft saxaðar en þannig að hægt sé að rúlla kúlunum upp úr þeim.

6

Takið deigið úr kæli, ég vigtaði kúlurnar og hafði þær um 13-14g hverja. Setjið eina heslihnetu í miðjuna og rúllið í kúlu. Rúllið þá kúlunni í heslihnetumulning og leggið á plötu. Haldið áfram þar til allar kúlurnar hafa verið mótaðar. Geymið í kæli á meðan súkkulaðið er brætt.

7

Dýfið hverri kúlu í súkkulaði, látið leka vel af og setjið á grind eða plötu. Haldið áfram þar til allar kúlurnar hafa verið hjúpaðar. Kælið vel.

8

Þegar kúlurnar eru orðnar vel kaldar er hægt að raða þeim í box. Geymist í kæli.

Heimagerðar Ferrero Rocher kúlur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…