fbpx

Súkkulaðisamlokur

Virkilega skemmtileg og öðruvísi „smákaka“ sem er í raun brownie kaka með súkkulaði- og heslihnetukremi, NAMM með stóru N-i!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 320 g dökkt súkkulaði
 70 g smjör
 3 stk egg
 150 g sykur
 100 g púðursykur
 1 tsk vanilludropar
 1 msk ljós matarolía
 20 g cadbury bökunarkakó
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
Krem
 140 g So Vegan So Fine súkkulaði og hnetusmjör
 100 g smjör við stofuhita
 220 g flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 50 g rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði og leyfið hitanum síðan að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.

3

Þeytið saman egg og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda hefur myndast.

4

Bætið þá matarolíunni og vanilludropunum saman við og þeytið áfram.

5

Næst má súkkulaðiblandan fara varlega saman við og hrærið þar til slétt og fallegt.

6

Að lokum má síðan setja þurrefnin saman við og hræra rólega þar til allt er blandað vel saman, þetta má einnig gera með sleikju.

7

Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um 15 mínútur áður en þið útbúið kökurnar sjálfar. Þetta er gert til þess að deigið þykkni og auðveldara verði að útbúa úr því kúlur.

8

Skiptið næst deiginu niður á 4 bökunarplötur íklæddar bökunarpappír og setjið um 2 tsk. af deigi fyrir hverja köku og hafið gott bil á milli. Ég notaði mini-ísskeið en vel er hægt að nota bara skeið, reynið bara að hafa deigið eins kúlulaga og hægt er.

9

Bakið næst í um 10 mínútur og þegar kökurnar koma úr ofninum er gott að setja glas á hvolf yfir þær og jafna þær eins og hægt er til að þær verði hringlaga.

10

Kælið alveg áður en þið setjið kremið á milli.

Krem og samsetning
11

Setjið allt í hrærivélarskálina og þeytið þar til ljóst og létt krem hefur myndast.

12

Parið kökurnar saman tvær og tvær saman.

13

Setjið kremið í sprautupoka og notið stóran stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) til að sprauta kreminu á.

14

Klemmið síðan hina kökuna ofan á og kælið fram að notkun.


DeilaTístaVista

Hráefni

 320 g dökkt súkkulaði
 70 g smjör
 3 stk egg
 150 g sykur
 100 g púðursykur
 1 tsk vanilludropar
 1 msk ljós matarolía
 20 g cadbury bökunarkakó
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
Krem
 140 g So Vegan So Fine súkkulaði og hnetusmjör
 100 g smjör við stofuhita
 220 g flórsykur
 2 tsk vanillusykur
 50 g rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði og leyfið hitanum síðan að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.

3

Þeytið saman egg og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljós blanda hefur myndast.

4

Bætið þá matarolíunni og vanilludropunum saman við og þeytið áfram.

5

Næst má súkkulaðiblandan fara varlega saman við og hrærið þar til slétt og fallegt.

6

Að lokum má síðan setja þurrefnin saman við og hræra rólega þar til allt er blandað vel saman, þetta má einnig gera með sleikju.

7

Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um 15 mínútur áður en þið útbúið kökurnar sjálfar. Þetta er gert til þess að deigið þykkni og auðveldara verði að útbúa úr því kúlur.

8

Skiptið næst deiginu niður á 4 bökunarplötur íklæddar bökunarpappír og setjið um 2 tsk. af deigi fyrir hverja köku og hafið gott bil á milli. Ég notaði mini-ísskeið en vel er hægt að nota bara skeið, reynið bara að hafa deigið eins kúlulaga og hægt er.

9

Bakið næst í um 10 mínútur og þegar kökurnar koma úr ofninum er gott að setja glas á hvolf yfir þær og jafna þær eins og hægt er til að þær verði hringlaga.

10

Kælið alveg áður en þið setjið kremið á milli.

Krem og samsetning
11

Setjið allt í hrærivélarskálina og þeytið þar til ljóst og létt krem hefur myndast.

12

Parið kökurnar saman tvær og tvær saman.

13

Setjið kremið í sprautupoka og notið stóran stjörnustút (ég notaði 1M frá Wilton) til að sprauta kreminu á.

14

Klemmið síðan hina kökuna ofan á og kælið fram að notkun.

Súkkulaðisamlokur

Aðrar spennandi uppskriftir