fbpx

Yankie ísterta

Ísterta með marengs botni fyrir lengra komna.

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 3 eggjahvítur
 80 g púðursykur
 80 g kornflex
Ísinn
 3 eggjarauður
 50 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 3 dl þeyttur rjómi
 5 stk Toms Yankie skorið í bita
Krem
 5 stk Toms Yankie
 50 g smjör
 100 g flórsykur
 4 eggjarauður

Leiðbeiningar

Botn
1

Stífþeytið eggjahvíturnar með púðursykrinum.

2

Kornflexið er létt mulið og blandað varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

3

Bakið í kökuformi með bökunarpappír við 150 gráður með blæstri í 30 mín.

Ísinn
4

Þeytið vel eggjarauður og púðursykur.

5

Bætið vanilludropum saman við.

6

Blandið léttþeyttum rjóma varlega saman við.

7

Skerið súkkulaði í bita og blandið varlega saman við.

8

Hellið yfir botninn,

9

Fyrstið á meðan kremið er útbúið.

Krem
10

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur.

11

Bræðið saman við lágan hita Yankie súkkulaði og smjör.

12

Hrærið vel saman.

13

Smyrjið yfir ísinn.

14

Frystið aftur í amk. sólarhring.


Uppskrift eftir Vigdísi Ylfu.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 3 eggjahvítur
 80 g púðursykur
 80 g kornflex
Ísinn
 3 eggjarauður
 50 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 3 dl þeyttur rjómi
 5 stk Toms Yankie skorið í bita
Krem
 5 stk Toms Yankie
 50 g smjör
 100 g flórsykur
 4 eggjarauður

Leiðbeiningar

Botn
1

Stífþeytið eggjahvíturnar með púðursykrinum.

2

Kornflexið er létt mulið og blandað varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.

3

Bakið í kökuformi með bökunarpappír við 150 gráður með blæstri í 30 mín.

Ísinn
4

Þeytið vel eggjarauður og púðursykur.

5

Bætið vanilludropum saman við.

6

Blandið léttþeyttum rjóma varlega saman við.

7

Skerið súkkulaði í bita og blandið varlega saman við.

8

Hellið yfir botninn,

9

Fyrstið á meðan kremið er útbúið.

Krem
10

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur.

11

Bræðið saman við lágan hita Yankie súkkulaði og smjör.

12

Hrærið vel saman.

13

Smyrjið yfir ísinn.

14

Frystið aftur í amk. sólarhring.

Yankie ísterta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…