fbpx

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Ég elska svona fallnar kökur sem eru fallega ljótar, því oft eru þær einfaldlega bestar. Hér er ég með eina dásamlega góða köku sem er í senn einföld en afar ljúffeng, svona kaka kallast oft torte á ensku en þá er verið að vísa til fallinnar súkkulaðiköku. Yfirleitt viljum við ekki að kökurnar okkar falli eftir bakstur en í þessu tilfelli er það akkurat það sem við viljum. Ef ég ætti að líkja henni við einhverja sérstaka köku þá held ég að þessi sé mjög skyld franskri súkkulaðiköku, nema þessi er hveitilaus og eins og með þá frönsku er hún best með rjóma. Eins og ég sagði er kakan hveitilaus en í hana notaði ég möndlumjöl í stað hveitis sem gefur smá svona eins og marsípanáferð á hana, en samt bragðast hún ekki eins og marsípan. Kakan er best borin fram heit en hún er í senn stökk að utan og blaut og klístruð að innan eins og blanda af franskri súkkulaðiköku og kladdaköku. Í staðinn fyrir smjör notaði ég kókósmöndlusmjörið frá Rapunzel en það er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki bara hollt heldur einnig mjög bragðgott. Ég mæli með að þú hendir í þessa köku en með henni bar ég fram Oatly þeyttan rjóma og toppaði svo allt heila klabbið með döðlusírópinu frá Rapunzel. Þetta var hin fullkomna þrenna!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g dökkt súkkulaði
 200 g kókósmöndlusmjör frá Rapunzel
 3 stk egg
 100 g hrásykur
 75 g púðursykur
 100 g grísk jógúrt
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk fínt borðsalt
 100 g möndlumjöl
 30 g dökkt kakó

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 160 °C blástur eða 180 °C ef þið eruð ekki með blástur

2

Setjið smjörpappír ofan í 20 cm djúpt smellukökuform

3

Setjið svo súkklaðið og möndlusmjörið saman í skál og stingið í örbylgjuna í 30 sek í senn og hrærið á milli þar til er alveg brætt saman og leggjið til hliðar

4

Þeytið næst saman sykri og eggjum þar til verður loftkennt og rjómakennt

5

Setjið svo grísku jógurtina og vanilludropana út í eggin og hrærið vel þar til allt er vel blandað saman

6

Bætið svo súkkulaði-möndlusmjörinu saman við með kveikt á vélinni í tvennu lagi þar til allt er vel blandað saman

7

Setjið að lokum möndlumjölið útí ásamt dökka kakóinu og hrærið þar til allt er vel blandað saman

8

Bakið í 35-40 mínútur eftir því hversu blauta þið viljið hafa kökuna, styttri tími blautari miðja, lengri tími þéttari miðja

9

Sigtið smá kakó yfir kökuna heita og berið fram með rjóma (ég notaði þeytirjómann frá Oatly) og döðlusíróp frá Rapunze yfir kökuna sem er geggjað gott með!


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g dökkt súkkulaði
 200 g kókósmöndlusmjör frá Rapunzel
 3 stk egg
 100 g hrásykur
 75 g púðursykur
 100 g grísk jógúrt
 1 tsk vanilludropar
 ½ tsk fínt borðsalt
 100 g möndlumjöl
 30 g dökkt kakó

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 160 °C blástur eða 180 °C ef þið eruð ekki með blástur

2

Setjið smjörpappír ofan í 20 cm djúpt smellukökuform

3

Setjið svo súkklaðið og möndlusmjörið saman í skál og stingið í örbylgjuna í 30 sek í senn og hrærið á milli þar til er alveg brætt saman og leggjið til hliðar

4

Þeytið næst saman sykri og eggjum þar til verður loftkennt og rjómakennt

5

Setjið svo grísku jógurtina og vanilludropana út í eggin og hrærið vel þar til allt er vel blandað saman

6

Bætið svo súkkulaði-möndlusmjörinu saman við með kveikt á vélinni í tvennu lagi þar til allt er vel blandað saman

7

Setjið að lokum möndlumjölið útí ásamt dökka kakóinu og hrærið þar til allt er vel blandað saman

8

Bakið í 35-40 mínútur eftir því hversu blauta þið viljið hafa kökuna, styttri tími blautari miðja, lengri tími þéttari miðja

9

Sigtið smá kakó yfir kökuna heita og berið fram með rjóma (ég notaði þeytirjómann frá Oatly) og döðlusíróp frá Rapunze yfir kökuna sem er geggjað gott með!

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…