fbpx

Konfektmús

Hér er ég búin að taka klassísku súkkulaðimúsina mína og setja smá lúxus konfekt-twist á hana og almáttugur maður minn, þessi er eitthvað annað! Silkimjúk og mild á bragðið og ég ætla að viðurkenna að ég mun að öllum líkindum halda framhjá þessari klassísku í ár!

Magn8 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g Cote D‘or Bouchée súkkulaði (1 pakki)
 200 g dökkt súkkulaði
 100 g smjör
 4 stk egg
 1 l þeyttur rjómi(skipt í 500 og 500 ml)
 Cadbury bökunarkakó til skrauts
 blóm til skrauts

Leiðbeiningar

1

Brytjið Cote D‘or og dökkt súkkulaði niður í grófa bita.

2

Bræðið ásamt smjörinu yfir vatnsbaði, hrærið vel á milli og takið af hitanum þegar bráðið og leyfið að standa á meðan annað er undirbúið.

3

Þeytið 500 ml af rjómanum og geymið til hliðar á meðan þið pískið eggin saman í annarri skál.

4

Bætið eggjunum saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum og pískið vel saman á milli.

5

Setjið um 1/3 af þeytta rjómanum saman við súkkulaðiblönduna og vefjið saman við með sleikju. Bætið síðan aftur 1/3 og blandið og að lokum restinni og blandið vel þar til ljósbrún og silkimjúk áferð hefur myndast.

6

Skiptið niður í glös/skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt).

7

Þeytið hina 500 ml af rjómanum og sprautið í hvert glas/skál, sigtið smá bökunarkakó yfir og skreytið með ferskum blómum.


DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g Cote D‘or Bouchée súkkulaði (1 pakki)
 200 g dökkt súkkulaði
 100 g smjör
 4 stk egg
 1 l þeyttur rjómi(skipt í 500 og 500 ml)
 Cadbury bökunarkakó til skrauts
 blóm til skrauts

Leiðbeiningar

1

Brytjið Cote D‘or og dökkt súkkulaði niður í grófa bita.

2

Bræðið ásamt smjörinu yfir vatnsbaði, hrærið vel á milli og takið af hitanum þegar bráðið og leyfið að standa á meðan annað er undirbúið.

3

Þeytið 500 ml af rjómanum og geymið til hliðar á meðan þið pískið eggin saman í annarri skál.

4

Bætið eggjunum saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum og pískið vel saman á milli.

5

Setjið um 1/3 af þeytta rjómanum saman við súkkulaðiblönduna og vefjið saman við með sleikju. Bætið síðan aftur 1/3 og blandið og að lokum restinni og blandið vel þar til ljósbrún og silkimjúk áferð hefur myndast.

6

Skiptið niður í glös/skálar og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt).

7

Þeytið hina 500 ml af rjómanum og sprautið í hvert glas/skál, sigtið smá bökunarkakó yfir og skreytið með ferskum blómum.

Konfektmús

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…