fbpx

Piparkökukúlur

Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið. Ég elska að nota lífrænar mjúkar kasjúhnetur í hrákúlur því þær eru pínu sætar en samt svo skemmtilega hlutlausar að öll krydd njóta sín svo vel.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Piparkúlur
 2 dl lífrænar möndlur frá Rapunzel
 2 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 1 msk chia
 1 tsk kanill
 ½ tsk malaður negull
 ½ tsk kardemommur
 ½ tsk malaður engifer
 15 stk ferskar döðlur (sem þarf að steinhreinsa)
 2 msk lífræn kaldpressuð kókosolía frá Rapunzel
Valfrjálst að rúlla uppúr
 ½ tsk kanill
 ¼ tsk negull
 ¼ tsk kardemommur
 ¼ tsk malaður engifer
 ½ msk kókospálmasykur

Leiðbeiningar

Óhúðaða aðferðin
1

Byrjið á að setja möndlur og kasjúhnetur í matvinnsluvél og malið niður í mjöl.

2

Bætið kryddum og chia fræjum útí og setjið vélina aftur af stað.

3

Steinhreinsið döðlurnar og setjið útí ásamt bráðinni kókosolíu.

4

Komið “deiginu” fyrir í ísskáp í kannski 10 mínútur (eða lengur) og leyfið að stífna örlítið svo það verði auðveldara að rúlla kúlunum.

5

Svo er það bara að rúlla litlar kúlur

Húðaða aðferðin
6

Blandið saman kryddum og kókossykri.

7

Komið kúlunum fyrir í nestisboxi.

8

Stráið kryddblöndunni yfir, ég nota ekki alveg alla.

9

Lokið nestisboxinu og hrisstið boxið léttilega.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Piparkúlur
 2 dl lífrænar möndlur frá Rapunzel
 2 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 1 msk chia
 1 tsk kanill
 ½ tsk malaður negull
 ½ tsk kardemommur
 ½ tsk malaður engifer
 15 stk ferskar döðlur (sem þarf að steinhreinsa)
 2 msk lífræn kaldpressuð kókosolía frá Rapunzel
Valfrjálst að rúlla uppúr
 ½ tsk kanill
 ¼ tsk negull
 ¼ tsk kardemommur
 ¼ tsk malaður engifer
 ½ msk kókospálmasykur

Leiðbeiningar

Óhúðaða aðferðin
1

Byrjið á að setja möndlur og kasjúhnetur í matvinnsluvél og malið niður í mjöl.

2

Bætið kryddum og chia fræjum útí og setjið vélina aftur af stað.

3

Steinhreinsið döðlurnar og setjið útí ásamt bráðinni kókosolíu.

4

Komið “deiginu” fyrir í ísskáp í kannski 10 mínútur (eða lengur) og leyfið að stífna örlítið svo það verði auðveldara að rúlla kúlunum.

5

Svo er það bara að rúlla litlar kúlur

Húðaða aðferðin
6

Blandið saman kryddum og kókossykri.

7

Komið kúlunum fyrir í nestisboxi.

8

Stráið kryddblöndunni yfir, ég nota ekki alveg alla.

9

Lokið nestisboxinu og hrisstið boxið léttilega.

Piparkökukúlur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…