Fyllt brauðMjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.
Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu tobleroneRababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!
Morgunverðar burritoÞetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.
Djúsí og einföld BBQ pizzaPizza með kjúklingi í BBQ sósu, rjómaosti, rifnum osti, nachosi, rauðlauk og toppuð með avókadó, tómötum og kóríander. Þetta er stórkostleg blanda sem svíkur engan.
1 3 4 5 6 7 21