fbpx

Fljótlegt sítrónupasta

Einfalt, fljótlegt og ofur gómsætt sítrónupasta sem klikkar ekki

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300-400 g spaghetti frá De Cecco
 Ólífuolía
 3 skarlottulaukar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 150 g kastaníusveppir
 150 g venjulegir sveppir
 100 g spínat
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 sítróna
 1 dl steinselja, smátt söxuð
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.

2

Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.

3

Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu.

4

Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst.

5

Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.

6

Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.

7

Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.


Uppskrift eftir Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 300-400 g spaghetti frá De Cecco
 Ólífuolía
 3 skarlottulaukar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 150 g kastaníusveppir
 150 g venjulegir sveppir
 100 g spínat
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 sítróna
 1 dl steinselja, smátt söxuð
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.

2

Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.

3

Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu.

4

Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst.

5

Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.

6

Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.

7

Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.

Fljótlegt sítrónupasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Spaghetti CarbonaraHvernig væri að skella í dýrindis spaghetti carbonara sem tekur enga stund að útbúa og er dásamlega gott? Þessi uppskrift…