Hvernig væri að prófa þessa útgáfu af pastarétti? Einfalt og gott pasta í brauði.

Uppskrift
Hráefni
500 g De Cecco penne pasta
3 msk Filippo Berio rautt pestó
150 g grilluð papríka úr krukku
3-5 sólþurrkaðir tómatar
1/2 krukka fetaostur
1 lúka ristaðar furuhnetur
Filippo Berio virgin ólífuolía
Salt og pipar
Kringlótt stórt brauð
Leiðbeiningar
1
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið og setjið smá virgin ólífuolíu yfir og blandið vel.
2
Næst má blanda pestóinu saman við pastað og skera niður tómata og papriku.
3
Blandið síðan tómötum, papriku, fetaosti og furuhnetum saman við pastað og kryddið með salti og pipar eftir smekk
4
Holið stórt brauð að innan til að bera pastað fram í eða setjið í skál.
5
Réttinn má snæða bæði heitan eða kaldan.
MatreiðslaPasta
Hráefni
500 g De Cecco penne pasta
3 msk Filippo Berio rautt pestó
150 g grilluð papríka úr krukku
3-5 sólþurrkaðir tómatar
1/2 krukka fetaostur
1 lúka ristaðar furuhnetur
Filippo Berio virgin ólífuolía
Salt og pipar
Kringlótt stórt brauð