Humarsúpa frá himnum

  

september 13, 2021

Humarsúpa er guðdómleg, hvort sem hún er sem forréttur eða aðalréttur.

  • Fyrir: 6

Hráefni

Um 950 g skelflettur humar frá Sælkerafiski

1 laukur

1 blaðlaukur

3 gulrætur

1 rauð paprika

3 hvítlauksrif

50 g smjör

2 msk. tómatpúrra

2 msk. sterkt karrý

½ tsk. cayenne pipar

1 líter vatn

5 msk. fljótandi humarkraftur frá Oscar

2 msk. fljótandi nautakraftur frá Oscar

Salt og pipar eftir smekk

400 ml kókosmjólk

300 g Philadelphia rjómaostur

200 ml Muga hvítvín

500 ml rjómi (í súpupottinn)

250 ml þeyttur rjómi (til að setja ofan á í skálinni)

Leiðbeiningar

1Affrystið og þerrið humarinn, geymið.

2Saxið lauk, blaðlauk, gulrætur, papriku og hvítlauksrif gróft niður.

3Steikið upp úr smjörinu og kryddið með karrý, cheyenne pipar, salti og pipar.

4Þegar grænmetið fer aðeins að mýkjast má bæta tómatpúrrunni saman við og hræra vel og því næst hella vatninu ásamt humarkraftinum út í pottinn og ná upp suðunni.

5Síðan má láta blönduna malla svona í að minnsta kosti klukkustund við vægan hita.

6Takið næst töfrasprota og maukið allt grænmetið í pottinum svo súpan verði kekkjalaus.

7Bætið þá rjómaosti, kókosmjólk og 500 ml rjóma í pottinn og smakkið til með salti, pipar og meiri krafti ef ykkur finnst þurfa. Leyfið aftur að malla svolitla stund.

8Þá fer hvítvínið saman við og súpan er hituð aftur að suðu og humrinum bætt út í pottinn og slökkt undir. Leyfið humrinum að liggja í sjóðheitri súpunni í örfáar mínútur áður en þið setjið súpu á diska.

9Berið fram með þeyttum rjóma og steinselju. Einnig er gott að hafa snittubrauð eða hvítlauksbrauð með súpunni.

Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffeng núðlusúpa með kjúklingi

Núðlusúpa sem er ótrúlega bragðgóð með hvítlauk, engifer og kóríander og auðvitað Tabasco Sriracha sósu.

Kjúklingasúpa saumaklúbbsins

Þessi súpa er einstaklega bragðgóð og matarmikil. Uppskriftin er frekar stór og hentar þessi súpa því vel fyrir hittinga en við fjölskyldan gerum hana þó reglulega bara fyrir okkur og þá dugar hún í tvo daga.

Vegan “kjöt”súpa

Hér er á ferðinni vegan útgáfa af hinni klassísku kjötsúpu sem við flest þekkjum