fbpx

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 baguette brauð, ég keypti súrdeigs
 Philadelphia rjómaostur með hvítlauk
 1 dl ólífuolía + 1 msk ólífuolía
 3 hvítlauksrif
 200-250 g kokteiltómatar
 2 msk ferskt oregano, smátt skorið
 2 msk fersk basilika, smátt skorið
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

2

Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.

3

Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.

4

Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.

5

Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.

6

Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.


Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 baguette brauð, ég keypti súrdeigs
 Philadelphia rjómaostur með hvítlauk
 1 dl ólífuolía + 1 msk ólífuolía
 3 hvítlauksrif
 200-250 g kokteiltómatar
 2 msk ferskt oregano, smátt skorið
 2 msk fersk basilika, smátt skorið
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

2

Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.

3

Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.

4

Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.

5

Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.

6

Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Aðrar spennandi uppskriftir