fbpx

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 baguette brauð, ég keypti súrdeigs
 Philadelphia rjómaostur með hvítlauk
 1 dl ólífuolía + 1 msk ólífuolía
 3 hvítlauksrif
 200-250 g kokteiltómatar
 2 msk ferskt oregano, smátt skorið
 2 msk fersk basilika, smátt skorið
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

2

Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.

3

Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.

4

Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.

5

Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.

6

Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.


Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 baguette brauð, ég keypti súrdeigs
 Philadelphia rjómaostur með hvítlauk
 1 dl ólífuolía + 1 msk ólífuolía
 3 hvítlauksrif
 200-250 g kokteiltómatar
 2 msk ferskt oregano, smátt skorið
 2 msk fersk basilika, smátt skorið
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír.

2

Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.

3

Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.

4

Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.

5

Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.

6

Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.

Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…