Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

  

september 6, 2021

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!

Hráefni

Rababarasósa

500 g rababarar (stilkar)

2 dl sykur

safi úr 1 sítrónu

2 msk vatn

Ostakökukrem

400 g Philadelphia rjómaostur

1 1/2 dl rjómi

1 1/2 dl flórsykur

2 tsk vanillusykur

safi úr 1 límónu (lime)

Annað

100 g hvítt Toblerone

LU Digestive classic hafrakex

Leiðbeiningar

Rababarasósa

1Skerið rababarann í 2 cm bita. Látið í pott ásamt sykri, sítrónusafa og vatni.

2Látið malla við vægan hita þar til sykurinn er bráðinn og rabararinn farinn að mýkjast. Kælið.

Ostakökukrem

1Hrærið rjómaost og rjóma saman.

2Bætið flórsykri, vanillusykri og safa í 1 límónu saman við.

3Hrærið þar til kremið hefur þykknað.

Annað

1Myljið hafrakex í botn á fjórum skálum.

2Látið ostakökukrem yfir og rababarasósu yfir það.

3Myljið hafrakex yfir rababarasósuna.

4Látið ostakökukrem næst yfir og endið á að láta saxað hvítt Toblerone yfir allt og berið fram.

Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Tyrkisk Peber nammibitar

Þessir nammibitar eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk Peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði - ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....