#hvítlaukur

Klassískt sesarsalatHér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.
Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósuÞessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma og fyrirhöfn og gefa fullkomið kryddbragð. Í þessar nota ég þrjár tegundir, chili, hvítlauk og basiliku. Það besta er að flöskurnar geymast lengi og því þurfum við ekki að vera að henda afgangnum af kryddunum eins og við lendum oft í þegar við kaupum fersk krydd. Ég nota kryddin auðvitað í sósuna líka sem er gerð frá grunni og er einnig mjög einföld og gott að græja hana á meðan bollurnar eru í ofninum. Svo sýð ég gott spaghettí og ber fram með bollunum og sósunni. Þetta er frekar stór uppskrift en ég mæli með að taka helminginn af bollunum og frysta þær. Frábært að eiga tilbúnar bollur í frysti þegar við nennum ekki að elda.
Matarmikil grænmetissúpaÞað er ekta súpuveður þessa dagana, útkoman varð stórkostleg, matarmikil og ljúffeng grænmetissúpa
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Ljúffeng humarsúpaKlassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Sæt marokkósk linsusúpaDjúsí linsubaunasúpa með kókosmjólk sem er tilvalin sem léttur hádegisverður eða kvöldverður.
Kínóasalat með grænkáli og ólífumAlveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.
1 2 3 4 9