#cheddarostur

RjómaostadraumurÞað eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!
SúpersalatEinfalt og gott salat er eitthvað sem maður ætti að útbúa í hverri viku. Smjörsteiktar maísbaunir voru smá tilraun hjá mér og namm hvað það var skemmtileg tilbreyting!
Fyllt brauðMjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.
Ofnbakaðar tortillarúllurLjúffengar tortillarúllur fylltar með nautahakki, osti, sýrðum rjóma og tómötum bakaðar inn í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma.
Morgunverðar burritoÞetta er ótrúlega góð blanda sem þið verðið að smakka! Þetta er ekta til að bera fram í sunnudagsbrönsinum eða bara einfaldlega sem kvöldmatur eða hádegismatur.
Quesadilla hringurFylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
Litlar ostafylltar brauðbollurGómsætar fylltar brauðbollur með rjómaosti og sesamblöndu, fullkomið með ísköldum bjór sem snakk eða forréttur.
1 2