fbpx

Tortillaskálar með tígrisækjum

Alvöru mexíkósk sælkeraveisla.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g (1 pakkning) Sælkerafiskur hráar tígrisrækjur
 1 - 2 hvítlauksrif
 1 chili, smátt skorið
 ½ tsk cumin krydd
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 - 2 msk Filippo berio ólífuolía
 3 Mission tortillur með grillrönd
 PAM sprey
 Philadelphia rjómaostur
 cheddar ostur, rifinn
 2 stk avókadó
 2 stk tómatar
 ¼ rauðlaukur
 1/2 límóna, safinn
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið chili smátt og pressið hvítlaukinn. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu í 2 - 3 mínútur þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

3

Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform, ca 12 stk með Pam spreyi og setjið tortillurnar í formin.

4

Setjið rjómaost og rifinn ost í tortillurnar og bakið í 4 - 6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Búið til salsa með því að skera avókadó, tómata og rauðlauk í smáa bita. Blandið saman við límónusafann.

6

Fyllið skálarnar með salsa og tígrisrækjunum og setjið kóríander yfir.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g (1 pakkning) Sælkerafiskur hráar tígrisrækjur
 1 - 2 hvítlauksrif
 1 chili, smátt skorið
 ½ tsk cumin krydd
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 1 - 2 msk Filippo berio ólífuolía
 3 Mission tortillur með grillrönd
 PAM sprey
 Philadelphia rjómaostur
 cheddar ostur, rifinn
 2 stk avókadó
 2 stk tómatar
 ¼ rauðlaukur
 1/2 límóna, safinn
 ferskt kóríander

Leiðbeiningar

1

Skerið chili smátt og pressið hvítlaukinn. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu í 2 - 3 mínútur þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn.

3

Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform, ca 12 stk með Pam spreyi og setjið tortillurnar í formin.

4

Setjið rjómaost og rifinn ost í tortillurnar og bakið í 4 - 6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Búið til salsa með því að skera avókadó, tómata og rauðlauk í smáa bita. Blandið saman við límónusafann.

6

Fyllið skálarnar með salsa og tígrisrækjunum og setjið kóríander yfir.

Tortillaskálar með tígrisækjum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Grillaðar samlokurHér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata,…
MYNDBAND
FiskborgariFiskborgari fyrir 4 manns sem verður í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík.