fbpx

Ofnbakaðar tortillarúllur

Ljúffengar tortillarúllur fylltar með nautahakki, osti, sýrðum rjóma og tómötum bakaðar inn í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g nautahakk
 Krydd: 1 tsk salt, ¼ tsk chili duft, ½ tsk cumin, ½ tsk reykt paprika, ½ tsk laukduft
 1 pkn original tortilla frá Mission (fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup)
 1 laukur
 2-3 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
 1 salsa sósa frá Mission
 Sýrður rjómi
 4 tómatar, smátt skornir og fræhreinsaðir
 6 ½ dl rifinn cheddar ostur
 1 dl rifinn mozzarella ostur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að steikja lauk og hvítlauk upp úr ólífuolíu. Bætið nautahakki saman við og kryddið.Hellið svo salsa sósunni út í og hrærið vel saman.

2

Smyrjið hverja tortillu með 2 tsk sýrðum rjóma, dreifið rúmlega 1 dl af nautahakki yfir, stráið ½ dl cheddar osti yfir og 1-2 tsk af tómötum.

3

Rúllið tortillunum upp og skerið svo í fjóra bita.

4

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og dreifið tortillarúllunum ofan í.

5

Dreifið mozzarella og cheddar osti og restinni af tómötunum yfir.

6

Bakið í 8-10 mínútur við 190°C.

7

Stráið kóríander yfir eftir smekk og berið fram með heimagerðu guacamole og sýrðum rjóma. Njótið.


Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g nautahakk
 Krydd: 1 tsk salt, ¼ tsk chili duft, ½ tsk cumin, ½ tsk reykt paprika, ½ tsk laukduft
 1 pkn original tortilla frá Mission (fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaup)
 1 laukur
 2-3 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
 1 salsa sósa frá Mission
 Sýrður rjómi
 4 tómatar, smátt skornir og fræhreinsaðir
 6 ½ dl rifinn cheddar ostur
 1 dl rifinn mozzarella ostur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að steikja lauk og hvítlauk upp úr ólífuolíu. Bætið nautahakki saman við og kryddið.Hellið svo salsa sósunni út í og hrærið vel saman.

2

Smyrjið hverja tortillu með 2 tsk sýrðum rjóma, dreifið rúmlega 1 dl af nautahakki yfir, stráið ½ dl cheddar osti yfir og 1-2 tsk af tómötum.

3

Rúllið tortillunum upp og skerið svo í fjóra bita.

4

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og dreifið tortillarúllunum ofan í.

5

Dreifið mozzarella og cheddar osti og restinni af tómötunum yfir.

6

Bakið í 8-10 mínútur við 190°C.

7

Stráið kóríander yfir eftir smekk og berið fram með heimagerðu guacamole og sýrðum rjóma. Njótið.

Ofnbakaðar tortillarúllur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ chilli kjúllaleggirÞessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má…
MYNDBAND
Taco ídýfaKaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur…