fbpx

Litlar ostafylltar brauðbollur

Gómsætar fylltar brauðbollur með rjómaosti og sesamblöndu, fullkomið með ísköldum bjór sem snakk eða forréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 430 g smjördeig, frosið (6 plötur)
 5-6 dl rifinn cheddar ostur
 1 Philadelphia rjómaostur með graslauk
 6 vorlaukar
 1-2 egg
Sesamblanda (eða kaupa tilbúið út í búð)
 3 msk ljós sesamfræ
 3 msk svört sesamfræ
 1 tsk laukduft
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að afþýða deigið.

2

Skerið vorlaukinn smátt og blandið saman í skál við rjómaost og ca. 3 dl rifinn cheddar ost. Hrærið vel saman með skeið.

3

Notið teskeið og hendurnar til að útbúa litlar kúlur úr rjómaostablöndunni og geymið á smjörpappír eða disk.

4

Fletjið út smjördeig þar til það verður í kringum 26×15 cm. Skerið deigið í sex þríhyrninga.

5

Dreifið 1 msk af rifnum cheddar osti yfir deigið, þjappið og brjótið saman (sjá á mynd).

6

Setjið litlu ostakúlurnar í miðjuna á deiginu og pakkið þeim inn. Myndið litlar kúlur úr deiginu og passið að loka ostafyllinguna alveg inni. Mér finnst gott að dýfa puttunum og nota til þess að loka alveg deiginu.

7

Blandið saman í sesamblönduna og hellið á disk. Pískið egg í skál.

8

Dýfið bollunum í eggin og svo sesamblönduna.

9

Að lokum dreifið bollunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 12-20 mínútur. Fyllingin og osturinn gæti lekið aðeins úr bollunum en það gerir þær ekkert verri.

10

Njótið!


Uppskrift að 36 litlum brauðbollum. Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 430 g smjördeig, frosið (6 plötur)
 5-6 dl rifinn cheddar ostur
 1 Philadelphia rjómaostur með graslauk
 6 vorlaukar
 1-2 egg
Sesamblanda (eða kaupa tilbúið út í búð)
 3 msk ljós sesamfræ
 3 msk svört sesamfræ
 1 tsk laukduft
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að afþýða deigið.

2

Skerið vorlaukinn smátt og blandið saman í skál við rjómaost og ca. 3 dl rifinn cheddar ost. Hrærið vel saman með skeið.

3

Notið teskeið og hendurnar til að útbúa litlar kúlur úr rjómaostablöndunni og geymið á smjörpappír eða disk.

4

Fletjið út smjördeig þar til það verður í kringum 26×15 cm. Skerið deigið í sex þríhyrninga.

5

Dreifið 1 msk af rifnum cheddar osti yfir deigið, þjappið og brjótið saman (sjá á mynd).

6

Setjið litlu ostakúlurnar í miðjuna á deiginu og pakkið þeim inn. Myndið litlar kúlur úr deiginu og passið að loka ostafyllinguna alveg inni. Mér finnst gott að dýfa puttunum og nota til þess að loka alveg deiginu.

7

Blandið saman í sesamblönduna og hellið á disk. Pískið egg í skál.

8

Dýfið bollunum í eggin og svo sesamblönduna.

9

Að lokum dreifið bollunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 12-20 mínútur. Fyllingin og osturinn gæti lekið aðeins úr bollunum en það gerir þær ekkert verri.

10

Njótið!

Litlar ostafylltar brauðbollur

Aðrar spennandi uppskriftir