Pestópasta með kjúklingiEftir mikið af grillmat, út að borða og alls konar sukki í fríinu kallaði pasta á mig sem fyrsta uppskrift sem ég eldaði hér heima! etta var hrikalega góður réttur og ungir sem aldnir borðuðu vel.
Humarspaghetti í sítrónusósuHér er á ferðinni léttur og undursamlegur pastaréttur sem var skemmtileg tilbreyting frá því sem ég er vön að gera! Kalt hvítvín frá Muga passar síðan einstaklega vel með þessari máltíð!
Litlir ostabakkar10 litlir bakkar - Það má raða hverju sem hugurinn girnist í boxið en ég segi það þarf að vera eitthvað kex, kjöt, ostur, ber og sætt, þá eruð þið í góðum málum!
Ítalskt skógarsveppa risotto með stökkum parmesankjúklingiÞessi réttur er algjörlega ómótstæðilegur og fullkominn fyrir alla sanna aðdáendur ítalskrar matargerðar. Að dúlla við þennan með góða tónlist og vínglas á hliðarlínunni er svo mikið helgardekur. Hann passar líka sérlega vel í matarboð og jafnvel saumaklúbbinn. Ég nota hérna fljótandi hvítlauk og basiliku sem mér finnst ótrúlega þægilegt, finnst nefnilega alveg óbærilega leiðinlegt að flysja hvítlauksgeira! Þetta er ekki flókinn réttur í sjálfu sér en þetta eru nokkur skref og því tilvalið að gefa sér góðan tíma í eldhúsinu og njóta matseldarinnar.
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa að breyta aðeins út af vananum með hefðbundið pasta. Ef þetta er ekki ekta kósýmatur þá veit ég ekki hvað!
Einfalt og gott Gnocchi pasta með NdujaÉg lofa að þennan rétt tekur ekki nema max 10 mínútur að gera og samt er hann afar bragðmikill og góður. Mæli með að hafa með honum gott hvítlauksbrauð og salat og nóg af sætum drykk eða mjólk til að drekka með því eins og ég segi þá er hann sterkur.
1 2 3 4 11