fbpx

Einfalt og gott Gnocchi pasta með Nduja

Ég lofa að þennan rétt tekur ekki nema max 10 mínútur að gera og samt er hann afar bragðmikill og góður. Mæli með að hafa með honum gott hvítlauksbrauð og salat og nóg af sætum drykk eða mjólk til að drekka með því eins og ég segi þá er hann sterkur.

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 Pakki eða 500 gr af Gnocchi frá De Cecco
 60 g smjör
 150 g Nduja
 Ein lúka af ferskri basiliku
 10 stk smátt skornir cherry eða aðrir smátómatar
 1 kúla buffalo mozzarella
 Þurrkað basil

Leiðbeiningar

1

Sjóðið Gnocchi eftir leiðbeiningum á pakka en það á bara að sjóða í 2 mín og munið að salta vatnið vel.

2

Bræðið smjör á djúpri pönnu við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað setjið þá Nduja út á pönnuna.

3

Hrærið vel í og bætið 3-4 msk af pastavatninu út í sósuna og hrærið þar til úr verður silkimjúk sósa.

4

Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað út í sósuna.

5

Færið svo yfir í fallegt ílát og dreitlið ólífuolíunni yfir og smátt skornum tómötum en ég sker þá í þunnar sneiðar.

6

Rífið svo Buffalo ostinn yfir og kryddið með þurrkaðri og ferskri basiliku.

7

Berið fram með heitu hvítlauksbrauði og góðu salati.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 Pakki eða 500 gr af Gnocchi frá De Cecco
 60 g smjör
 150 g Nduja
 Ein lúka af ferskri basiliku
 10 stk smátt skornir cherry eða aðrir smátómatar
 1 kúla buffalo mozzarella
 Þurrkað basil

Leiðbeiningar

1

Sjóðið Gnocchi eftir leiðbeiningum á pakka en það á bara að sjóða í 2 mín og munið að salta vatnið vel.

2

Bræðið smjör á djúpri pönnu við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað setjið þá Nduja út á pönnuna.

3

Hrærið vel í og bætið 3-4 msk af pastavatninu út í sósuna og hrærið þar til úr verður silkimjúk sósa.

4

Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað út í sósuna.

5

Færið svo yfir í fallegt ílát og dreitlið ólífuolíunni yfir og smátt skornum tómötum en ég sker þá í þunnar sneiðar.

6

Rífið svo Buffalo ostinn yfir og kryddið með þurrkaðri og ferskri basiliku.

7

Berið fram með heitu hvítlauksbrauði og góðu salati.

Einfalt og gott Gnocchi pasta með Nduja

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.