fbpx

Gnocchi baka

Gnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa að breyta aðeins út af vananum með hefðbundið pasta. Ef þetta er ekki ekta kósýmatur þá veit ég ekki hvað!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 300 g frosið rósakál
 200 g kastaníusveppir
 3 stk hvítlauksrif
 1 stk DeCecco Gnocchi (500g)
 350 ml rjómi
 200 g Philadelpia rjómaostur
 100 g rifinn Primadonna ostur
 Ólífuolía til steikingar frá Filippo Berio
 Sítrónusneiðar til skrauts
 Smjör til steikingar
 Salt, pipar, hvítlauksduft, kjúklingakrydd, cheyenne pipar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, langsum svo úr verði 6 einingar.

3

Sjóðið rósakálið í 8 mínútur og hellið í sigti, leyfið vatninu að leka vel af.

4

Steikið kjúklinginn upp úr olíu til að loka bringunum og brúna allar hliðar. Kryddið eftir smekk, leggið í eldfast mót.

5

Sneiðið sveppina, bætið smjöri á pönnuna og steikið þá við meðalháan hita og kryddið eftir smekk þar til þeir fara að mýkjast. Setjið þá hvítlaukinn saman við síðustu mínútuna og bætið sveppunum næst í fatið með kjúklingnum.

6

Bætið aftur smjöri og olíu á pönnuna og steikið næst rósakálið, kryddið eftir smekk og bætið því síðan við í eldfasta mótið.

7

Sjóðið á gnocci á eftir rósakálinu (í 2 mínútur), sigtið vatnið af og bætið næst í eldfasta mótið.

8

Næst má gera sósuna með því að hella rjómanum á pönnuna, rífa ostinn og bæta rjómaostinum saman við. Hrærið við meðalháan hita þar til jöfn sósa myndast og kryddið eftir smekk.

9

Hellið sósunni yfir allt í fatinu, blandið létt saman, skreytið með sítrónusneiðum og setjið í ofninn í 25 mínútur. Gott er að hafa álpappír yfir fyrstu 15 mínúturnar og taka hann síðan af í lokin.

10

Rífið meiri Primadonnu/Gretti ost yfir ef þess er óskað.


DeilaTístaVista

Hráefni

 3 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 300 g frosið rósakál
 200 g kastaníusveppir
 3 stk hvítlauksrif
 1 stk DeCecco Gnocchi (500g)
 350 ml rjómi
 200 g Philadelpia rjómaostur
 100 g rifinn Primadonna ostur
 Ólífuolía til steikingar frá Filippo Berio
 Sítrónusneiðar til skrauts
 Smjör til steikingar
 Salt, pipar, hvítlauksduft, kjúklingakrydd, cheyenne pipar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, langsum svo úr verði 6 einingar.

3

Sjóðið rósakálið í 8 mínútur og hellið í sigti, leyfið vatninu að leka vel af.

4

Steikið kjúklinginn upp úr olíu til að loka bringunum og brúna allar hliðar. Kryddið eftir smekk, leggið í eldfast mót.

5

Sneiðið sveppina, bætið smjöri á pönnuna og steikið þá við meðalháan hita og kryddið eftir smekk þar til þeir fara að mýkjast. Setjið þá hvítlaukinn saman við síðustu mínútuna og bætið sveppunum næst í fatið með kjúklingnum.

6

Bætið aftur smjöri og olíu á pönnuna og steikið næst rósakálið, kryddið eftir smekk og bætið því síðan við í eldfasta mótið.

7

Sjóðið á gnocci á eftir rósakálinu (í 2 mínútur), sigtið vatnið af og bætið næst í eldfasta mótið.

8

Næst má gera sósuna með því að hella rjómanum á pönnuna, rífa ostinn og bæta rjómaostinum saman við. Hrærið við meðalháan hita þar til jöfn sósa myndast og kryddið eftir smekk.

9

Hellið sósunni yfir allt í fatinu, blandið létt saman, skreytið með sítrónusneiðum og setjið í ofninn í 25 mínútur. Gott er að hafa álpappír yfir fyrstu 15 mínúturnar og taka hann síðan af í lokin.

10

Rífið meiri Primadonnu/Gretti ost yfir ef þess er óskað.

Gnocchi baka

Aðrar spennandi uppskriftir