Þessi réttur er algjörlega ómótstæðilegur og fullkominn fyrir alla sanna aðdáendur ítalskrar matargerðar. Að dúlla við þennan með góða tónlist og vínglas á hliðarlínunni er svo mikið helgardekur. Hann passar líka sérlega vel í matarboð og jafnvel saumaklúbbinn. Ég nota hérna fljótandi hvítlauk og basiliku sem mér finnst ótrúlega þægilegt, finnst nefnilega alveg óbærilega leiðinlegt að flysja hvítlauksgeira! Þetta er ekki flókinn réttur í sjálfu sér en þetta eru nokkur skref og því tilvalið að gefa sér góðan tíma í eldhúsinu og njóta matseldarinnar.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að skola þurrkuðu sveppina í sigti og setjið í skál. Hitið vatnið að suðu og hellið yfir sveppina. Látið standa í 15-20 mín. Hellið vatninu af í skál og geymið. Saxið skógarsveppina. Skerið fersku sveppina í sneiðar og saxið skallott laukinn smátt.
Hitið olíu á stórri pönnu eða steypujárnspotti og setjið fersku sveppina út á og steikið þar til þeir eru farnir að brúnast. Saltið örlítið. Bætið skógarsveppunum saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni og geymið til hliðar.
Setjið örlítið af olíu á pönnuna og setjið laukinn út á. Varist að hafa of háan hita þar sem hann er fljótur að brenna. Bætið við fljótandi hvítlauk og basiliku.
Setjið hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Hellið þá hvítvíninu út á pönnuna og látið malla þar til það er nánast gufað upp. Ef þið viljið sleppa hvítvíninu er hægt að nota samsvarandi magn af kjúklingasoði í viðbót og 1 msk af sítrónusafa.
Hellið þá soðinu af sveppunum út á pönnuna. Þegar sveppasoðið er að verða uppgufað, byrjið þá að ausa kjúklingasoðinu út á pönnuna í smá skömmtum, 2-3 ausur í einu.
Varist að hræra of mikið í risottoinu, hrærið bara rétt til að blanda vökvanum saman og leyfið svo að malla á rólegum hita þar til vökvinn hefur gufað upp, bætið þá meira af soði út á og endurtakið þar til soðið er búið. Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.
Þegar risottoið er tilbúið bætið þá sveppunum út á. Hrærið þeim saman við og bætið þá smjöri saman við ásamt parmesan ostinum.
Takið kjúklingabringurnar og kljúfið þær í tvennt. Setjið hveiti í djúpan disk, saltið og piprið. Setjið egg og hvítlauk í annan og pískið saman. Setjið svo brauðraspið á þriðja diskinn ásamt parmesanostinum.
Dýfið hverju stykki fyrst í hveitið, því næst pískuðu eggi og endið á því að velta stykkjunum upp úr parmesanraspinu.
Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á meðal hita þar til hann er orðinn gylltur og eldaður í gegn. Leggið þá kjúklinginn á pappírsþurrku til að þerra umfram olíu, skerið í sneiðar.
Setjið kjúklinginn yfir risottið, dreifið saxaðri ferskri steinselju yfir ásamt rifnum parmesan.
Ég mæli með því að bera réttinn fram með góðu hvítvíni og góðum félagsskap.
Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að skola þurrkuðu sveppina í sigti og setjið í skál. Hitið vatnið að suðu og hellið yfir sveppina. Látið standa í 15-20 mín. Hellið vatninu af í skál og geymið. Saxið skógarsveppina. Skerið fersku sveppina í sneiðar og saxið skallott laukinn smátt.
Hitið olíu á stórri pönnu eða steypujárnspotti og setjið fersku sveppina út á og steikið þar til þeir eru farnir að brúnast. Saltið örlítið. Bætið skógarsveppunum saman við og steikið áfram í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni og geymið til hliðar.
Setjið örlítið af olíu á pönnuna og setjið laukinn út á. Varist að hafa of háan hita þar sem hann er fljótur að brenna. Bætið við fljótandi hvítlauk og basiliku.
Setjið hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Hellið þá hvítvíninu út á pönnuna og látið malla þar til það er nánast gufað upp. Ef þið viljið sleppa hvítvíninu er hægt að nota samsvarandi magn af kjúklingasoði í viðbót og 1 msk af sítrónusafa.
Hellið þá soðinu af sveppunum út á pönnuna. Þegar sveppasoðið er að verða uppgufað, byrjið þá að ausa kjúklingasoðinu út á pönnuna í smá skömmtum, 2-3 ausur í einu.
Varist að hræra of mikið í risottoinu, hrærið bara rétt til að blanda vökvanum saman og leyfið svo að malla á rólegum hita þar til vökvinn hefur gufað upp, bætið þá meira af soði út á og endurtakið þar til soðið er búið. Smakkið til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.
Þegar risottoið er tilbúið bætið þá sveppunum út á. Hrærið þeim saman við og bætið þá smjöri saman við ásamt parmesan ostinum.
Takið kjúklingabringurnar og kljúfið þær í tvennt. Setjið hveiti í djúpan disk, saltið og piprið. Setjið egg og hvítlauk í annan og pískið saman. Setjið svo brauðraspið á þriðja diskinn ásamt parmesanostinum.
Dýfið hverju stykki fyrst í hveitið, því næst pískuðu eggi og endið á því að velta stykkjunum upp úr parmesanraspinu.
Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á meðal hita þar til hann er orðinn gylltur og eldaður í gegn. Leggið þá kjúklinginn á pappírsþurrku til að þerra umfram olíu, skerið í sneiðar.
Setjið kjúklinginn yfir risottið, dreifið saxaðri ferskri steinselju yfir ásamt rifnum parmesan.
Ég mæli með því að bera réttinn fram með góðu hvítvíni og góðum félagsskap.