ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með hreina ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að hann hafi verið verðlaunaður.
Svo hér er önnur útgáfa af effortless frostpinnum sem við elskum að eiga í frystinum….. bæði á veturna og sumrin því við bara elskum ís.Gnocchi með blómkáli og sveppumGnocchi er oftar en ekki borið fram með smá sósu og parmesan osti, en það er líka gaman að breyta til og nota meira hráefni eins og í þessari uppskrift. Það er bæði hægt að bera þetta fram sem aðalrétt eða sem meðlæti (dugar þá fyrir 4-5) eins og kjöti eða fisk, virkar með flestu. Fersk habanero salsa ídýfaEinföld og gómsæt ídýfa með rjómaosti, ferskum tómötum, habanero Tabasco, vorlauk og kóríander. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka sem ég elska en mæli með að nota hana varlega því hún er mjög sterk og það þarf ekki mikið. Best að smakka sig áfram. Upplagt sem snarl í góða veðrinu með snakki og ísköldum CoronaBBQ kjúklingaborgari með Ritz kex raspiMmmm, þetta var algjört dúndur!Algjörlega truflaðar heslihnetu brownies með súkkulaðismjöriÉg veit hreinlega ekki hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til þess að lýsa þessum brownies. Aldrei í lífinu hef ég smakkað þær betri og heimilisfólkið var mér svo sannarlega sammála. Þær eru með góðu djúpu súkkulaðibragði en bragðið af súkkulaðismjörinu og núggatinu í súkkulaðinu skín í gegn. Ristaðar heslihneturnar færa þær svo upp á eitthvað stig sem ég vissi varla að væri til. Það tekur smá tíma að nostra við þær, rista hneturnar og svona en það er fullkomlega þess virði. Þær eru „fudgy“, smá blautar í miðjunni en með stökkum toppi. Fullkomnar í helgarkaffitímann!Bakaðar parmesan gulrætur og ídýfaÞetta er svo góð ídýfa og fullkomið að blanda saman bökuðum gulrótum og góðu Maarud snakki með henni!Spaghetti með burrataSúper einfalt sumarspaghetti með burrata. Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það er skemmtileg tilbreyting að nota risarækjur en þær eru skornar smátt sem gerir áferðina svo góða. Grillað lambafile og Duchesse kartöflurLambafile er alltaf klassík! Hér er einföld útfærsla af slíkum með Duchesse kartöflum, rjómalagaðri piparsósu og salati með berjum.Osta og berjabakki fyrir páskanaHvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur. Ljúffengt og heilnæmt baunasalatÞetta litríka baunasalat er ekki bara ljúffengt, heldur er það líka stútfullt af næringu. Fljótlegar hoisin núðlur með tófú & grænmetiNúðluréttir eru einfaldir, bragðgóðir og almennt frekar ódýrir réttir. Þessi réttur er svo sannarlega einn af þeim og sérlega gott að útbúa til þess að taka með sér í nesti í vinnuna t.d. Ég nota hér tófú með núðlunum en ég er aðeins farin að fikra mig áfram með eldmennsku á því. Tófú er þægilegur og ódýr valkostur og hentar sérstaklega vel í asíska rétti. Það virkar í raun eins og svampur og hægt að nota hvaða marineringar og sósur sem er með því. Hoisin sósa eins og ég nota hér hentar einstaklega vel, ég valdi að hafa fíngerðar eggjanúðlur í réttinum og vel af grænmeti, sannarlega fátt sem getur klikkað! Ofnbakaður penne með parmesan kjúklingiEkta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri sem gerir þær extra djúsí. Þær eru fullkomnar í páska baksturinn, skemmtilegt að gera þær með börnum og frábært að bjóða upp á nýbakaðar smákökur í bröns eða kaffitíma.Hrásalat með raw hampfrædressinguRaw hrásalat, eða hrá-hrásalat! Hér erum við allavega með hollari týpuna að hrásalati en dressingin kemur manni skemmtilega á óvart og gefur þessa creamy áferð með smá sætu bragði og minnir óneytanlega á klassískt hrásalat með mæjó, nema ferskara…. æji þið skiljið þegar þið prófið.
Fullkomið sem hliðarsalat með nánast hverju sem er.
Færslan er unnin í samstarfi við Beutelsbacher á íslandi. Eplaedikið frá Beutelsbacher er sennilega lykilhráefnið til að fá þetta “mæjó” bragð.
Til að bæta því við þá hafði maður minn orð á því hversu geggjuð þessi dressing væri… sem mér fannst ótrúlega skemmtilegt þar sem hann þykist ekki borða rúsínu, sinnep né edik. Lol. 😉
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.