Bruschettur sem bragðast alveg dásamlega. Þær eru svo ferskar, sætar og bragðgóðar með burrata osti, hindberjum, brómberjum, hunangi og pistasíum. Tilvalið að bera fram í veislum, sem forrétt eða sem léttan rétt í sumar. Svo er um að gera að njóta með ísköldu cava rosé, það passar mjög vel með.

Uppskrift
Hráefni
24 stk sneiðar af súrdeigs baguette
ólífuolía
2 stk burrata ostar
1 stk box brómber frá Driscolls
2 stk box af hindberjum frá Driscolls
hunang
3 msk af smátt skornum pistasíum
Leiðbeiningar
1
Dreifið baguette sneiðum á ofnplötu þaktri bökunarpappír.
2
Hellið ólífuolíu jafnt yfir og bakið í 8-10 mínútur við 190°C á blæstri eða þar til sneiðarnar eru orðnar gylltar og stökkar.
3
Rífið burrata ostinn og dreifið jafnt yfir baguette sneiðarnar.
4
Smátt skerið brómber og hindber og raðið fallega á sneiðarnar.
5
Dreifið hunangi eftir smekk á bruschetturnar og toppið svo með smátt skornum pistasíum.
Uppskrift eftir Hildi Rut
MatreiðslaSmáréttir
Hráefni
24 stk sneiðar af súrdeigs baguette
ólífuolía
2 stk burrata ostar
1 stk box brómber frá Driscolls
2 stk box af hindberjum frá Driscolls
hunang
3 msk af smátt skornum pistasíum