fbpx

Persneskt flatbrauð með krydduðu lambakjöti, hummus, konfekt hvítlauk og shirazi salati

Þessi réttur lítur út fyrir að vera mjög flókinn og tímafrekur en ef skipulagið er gott ætti þetta ekki að taka langan tíma. Þetta er alveg ekta réttur til þess að dunda sér við á frídegi og bjóða góðum vinum að njóta með. Matur frá Mið-Austurlöndum hefur lengi verið í uppáhaldi hjá okkur hjónum og við höfum prófað okkur áfram með allskonar rétti og krydd. Þegar við vorum í París um daginn fórum við á lítinn fjölskyldurekinn líbanskan veitingastað. Hummusinn sem borinn var þar fram mun líklega seint líða okkur úr minni og ég hef gert nokkrar tilraunir til að endurgera hann heima. Árangurinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum en það eru nokkur atriði sem gera hann frábrugðinn öðrum sem ég hef gert líkt og að setja klaka í hann en þeir gera hummusinn extra mjúkan. Best er að byrja á því að útbúa konfekt hvítlaukinn og deigið í flatbrauðin, útbúa þá hummusinn og lambakjötið ásamt salatinu. Þegar það er komið tekur enga stund að setja saman flatbrauðið og baka í ofni. Við berum síðan flatbrauðið fram með hummusnum og salatinu og það er alveg dásamlegt að dreifa aðeins af hvítlauksolíunni yfir brauðið. Þvílík veisla fyrir bragðlaukana!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Konfekt hvítlaukur
 3 stk heilir hvítlaukar, teknir í sundur og afhýddir
 1 tsk þurrkað timían
 1 tsk þurrkað rósmarín
 Ólífuolía frá Rapunzel
 Salt eftir smekk
Persneskt flatbrauð – 2 stórir botnar
 4 bollar brauðhveiti
 3 tsk þurrger
 2 tsk himalaya salt
 3 tsk hrásykur
 400 ml volgt vatn
 50 ml ólífuolía frá Rapunzel
Lambakjötið
 1 msk ólífuolía frá Rapunzel
 300 g lambakjöt, gúllas eða afgangur af lambalæri t.d
 1 tsk cumin
 1 tsk reykt paprikuduft
 ½ tsk kanill
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk himalayasalt
 ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 2 tsk þurrkuð steinselja
Líbanskur Hummus
 1 stk dós kjúklingabaunir frá Rapunzel
 60 g tahini frá Rapunzel
 2 stk konfekt hvítlauksgeirar
 2 msk sítrónusafi
 ½ tsk cumin
 3 stk stórir klakar
 Salt
Shirazi salat
 ½ stk agúrka
 4 stk tómatar
 ½ stk rauðlaukur
 1 msk sítrónusafi
 1 tsk þurrkuð mynta eða steinselja
 Salt og pipar
Samsetning
 Persneskir falatbrauðsbotnar
 Hvítlauksolía af konfekt hvítlauk
 Rifinn ostur
 Kryddað lambakjöt, steikt
 ½ stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 50 g hreinn rjómaostur
 ½ stk rauð paprika, skorin í bita
 Fersk steinselja eða kóríander

Leiðbeiningar

Konfekt hvítlaukur
1

Hitið ofninn í 125°C.

2

Takið hvítlaukana og afhýðið þá. Setjið hvítlauksgeirana í lítið eldfast mót. Hellið ólífuolíu yfir hvítlaukinn svo hún fljóti yfir.

3

Stráið kryddum yfir og hrærið aðeins í. Bakið í ofni í 1 klst.

Persneskt flatbrauð – 2 stórir botnar
4

Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum.

5

Velgið vatnið og hellið því rólega saman við á meðan vélin er að vinna. Strax á eftir vatninu setjið þið ólífuolíuna saman við og hnoðið deigið í vélinni í 5 mín.

6

Takið þá deigið úr skálinni og skiptið því í tvennt. Mótið kúlur og penslið ólífuolíu á bakka og leggið deigkúlurnar á bakkann. Penslið aðeins af ólífuolíu á kúlurnar og hyljið með plastfilmu. Látið hefast við stofuhita í 1 klst.

Lambakjötið
7

Það er bæði hægt að nota eldað og óeldað kjöt, en reyndar er snjallt að nota afgang af sunnudagslæri t.d í þennan rétt. Hvort sem er byrjið á því að blanda saman kryddunum í skál en sleppið steinseljunni.

8

Skerið kjötið í litla þunna bita. Hitið olíuna á pönnu og setjið kjötið út á. Stráið kryddblöndunni yfir og steikið rólega þar til kjötið er gegnumsteikt, eða heitt í gegn ef það er eldað.

9

Stráið steinseljunni yfir og steikið í smástund í viðbót og takið svo pönnuna af hellunni. Geymið.

Líbanskur Hummus
10

Byrjð á því að hreinsa hýðið af baununum. Það eru til ýmsar aðferðir við það en mér finnst best að hella þeim í sigti og nudda þeim saman. Taka svo restina og í raun taka hverja baun og taka hýðið af. Hummusinn verður alveg silkimjúkur sé þetta gert en þetta er í raun aukaskref sem má alveg sleppa ef þið nennið því ekki. Mér finnst þetta persónulega ótrúlega skemmtilegt!

11

Setjið afhýddar baunirnar í lítinn pott og látið kalt vatn fljóta yfir. Hitið baunirnar að suðu og látið malla rólega í 15 mín. Þó baunirnar séu soðnar er þetta nauðsynlegt til að fá hummusinn mjúkan.

12

Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt restinni af innihaldsefnum. Látið vélina vinna í að minnsta kosti 5 mín eða þar til hummusinn er nánast eins og silkimjúkt kökukrem.

Shirazi salat
13

Skerið agúrkuna í tvennt og kjarnhreinsið. Skerið hana svo í strimla og saxið svo smátt. Setjið í skál.

14

Skerið tómatana í tvennt og kjarnhreinsið. Skerið í litla bita og setjið út í skálina.
3Saxið rauðlaukinn smátt og setjið saman við.

15

Blandið sítrónusafanum út í salatið, saltið og piprið og stráið myntu eða steinselju yfir. Geymið í kæli þar til borið fram.

Samsetning
16

Hitið ofninn í 275°C eða eins hátt og hann kemst.

17

Fletijð botnana út með höndunum og færið á bökunarpappír. Penslið botnana með hvítlauksolíunni af konfekthvítlauknum.

18

Stráið rifnum osti yfir botnana, magn eftir smekk.
Skiptið lambakjötinu á milli botnanna og dreifið yfir ostinn.

19

Setjið rjómaost í litlum klessum yfir ásamt papriku og rauðlauk.

20

Bakið brauðin þar til þau eru orðin gyllt og osturinn bráðinn og gullinn.
Berið fram með hummusnum, salatinu og hvítlauksolíunni.


Uppskrift eftir Völlu Gröndal

DeilaTístaVista

Hráefni

Konfekt hvítlaukur
 3 stk heilir hvítlaukar, teknir í sundur og afhýddir
 1 tsk þurrkað timían
 1 tsk þurrkað rósmarín
 Ólífuolía frá Rapunzel
 Salt eftir smekk
Persneskt flatbrauð – 2 stórir botnar
 4 bollar brauðhveiti
 3 tsk þurrger
 2 tsk himalaya salt
 3 tsk hrásykur
 400 ml volgt vatn
 50 ml ólífuolía frá Rapunzel
Lambakjötið
 1 msk ólífuolía frá Rapunzel
 300 g lambakjöt, gúllas eða afgangur af lambalæri t.d
 1 tsk cumin
 1 tsk reykt paprikuduft
 ½ tsk kanill
 1 tsk hvítlauksduft
 1 tsk himalayasalt
 ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 2 tsk þurrkuð steinselja
Líbanskur Hummus
 1 stk dós kjúklingabaunir frá Rapunzel
 60 g tahini frá Rapunzel
 2 stk konfekt hvítlauksgeirar
 2 msk sítrónusafi
 ½ tsk cumin
 3 stk stórir klakar
 Salt
Shirazi salat
 ½ stk agúrka
 4 stk tómatar
 ½ stk rauðlaukur
 1 msk sítrónusafi
 1 tsk þurrkuð mynta eða steinselja
 Salt og pipar
Samsetning
 Persneskir falatbrauðsbotnar
 Hvítlauksolía af konfekt hvítlauk
 Rifinn ostur
 Kryddað lambakjöt, steikt
 ½ stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 50 g hreinn rjómaostur
 ½ stk rauð paprika, skorin í bita
 Fersk steinselja eða kóríander

Leiðbeiningar

Konfekt hvítlaukur
1

Hitið ofninn í 125°C.

2

Takið hvítlaukana og afhýðið þá. Setjið hvítlauksgeirana í lítið eldfast mót. Hellið ólífuolíu yfir hvítlaukinn svo hún fljóti yfir.

3

Stráið kryddum yfir og hrærið aðeins í. Bakið í ofni í 1 klst.

Persneskt flatbrauð – 2 stórir botnar
4

Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið með króknum.

5

Velgið vatnið og hellið því rólega saman við á meðan vélin er að vinna. Strax á eftir vatninu setjið þið ólífuolíuna saman við og hnoðið deigið í vélinni í 5 mín.

6

Takið þá deigið úr skálinni og skiptið því í tvennt. Mótið kúlur og penslið ólífuolíu á bakka og leggið deigkúlurnar á bakkann. Penslið aðeins af ólífuolíu á kúlurnar og hyljið með plastfilmu. Látið hefast við stofuhita í 1 klst.

Lambakjötið
7

Það er bæði hægt að nota eldað og óeldað kjöt, en reyndar er snjallt að nota afgang af sunnudagslæri t.d í þennan rétt. Hvort sem er byrjið á því að blanda saman kryddunum í skál en sleppið steinseljunni.

8

Skerið kjötið í litla þunna bita. Hitið olíuna á pönnu og setjið kjötið út á. Stráið kryddblöndunni yfir og steikið rólega þar til kjötið er gegnumsteikt, eða heitt í gegn ef það er eldað.

9

Stráið steinseljunni yfir og steikið í smástund í viðbót og takið svo pönnuna af hellunni. Geymið.

Líbanskur Hummus
10

Byrjð á því að hreinsa hýðið af baununum. Það eru til ýmsar aðferðir við það en mér finnst best að hella þeim í sigti og nudda þeim saman. Taka svo restina og í raun taka hverja baun og taka hýðið af. Hummusinn verður alveg silkimjúkur sé þetta gert en þetta er í raun aukaskref sem má alveg sleppa ef þið nennið því ekki. Mér finnst þetta persónulega ótrúlega skemmtilegt!

11

Setjið afhýddar baunirnar í lítinn pott og látið kalt vatn fljóta yfir. Hitið baunirnar að suðu og látið malla rólega í 15 mín. Þó baunirnar séu soðnar er þetta nauðsynlegt til að fá hummusinn mjúkan.

12

Setjið baunirnar í matvinnsluvél ásamt restinni af innihaldsefnum. Látið vélina vinna í að minnsta kosti 5 mín eða þar til hummusinn er nánast eins og silkimjúkt kökukrem.

Shirazi salat
13

Skerið agúrkuna í tvennt og kjarnhreinsið. Skerið hana svo í strimla og saxið svo smátt. Setjið í skál.

14

Skerið tómatana í tvennt og kjarnhreinsið. Skerið í litla bita og setjið út í skálina.
3Saxið rauðlaukinn smátt og setjið saman við.

15

Blandið sítrónusafanum út í salatið, saltið og piprið og stráið myntu eða steinselju yfir. Geymið í kæli þar til borið fram.

Samsetning
16

Hitið ofninn í 275°C eða eins hátt og hann kemst.

17

Fletijð botnana út með höndunum og færið á bökunarpappír. Penslið botnana með hvítlauksolíunni af konfekthvítlauknum.

18

Stráið rifnum osti yfir botnana, magn eftir smekk.
Skiptið lambakjötinu á milli botnanna og dreifið yfir ostinn.

19

Setjið rjómaost í litlum klessum yfir ásamt papriku og rauðlauk.

20

Bakið brauðin þar til þau eru orðin gyllt og osturinn bráðinn og gullinn.
Berið fram með hummusnum, salatinu og hvítlauksolíunni.

Persneskt flatbrauð með krydduðu lambakjöti, hummus, konfekt hvítlauk og shirazi salati