fbpx

Ljúffengar Satay núðlur á korteri

Það er svo ósköp freistandi að sækja tilbúinn mat þegar við erum í tímaþröng eða bara löt. Það er hins vegar afar fljótlegt að græja gómsæta núðlurétti heima og ég fullyrði að þeir séu ekkert síðri en það sem hægt sé að taka með sér heim. Þessi er einn af okkar uppáhalds og það tekur enga stund að útbúa hann. Ég skipti oft út grænmetinu fyrir það sem ég á til í kælinum og það er ekkert heilagt í magni á neinu. Satay sósan er algjört uppáhald á heimilinu og ég á hana yfirleitt alltaf til ásamt núðlum. Restina er hægt að vinna í kringum!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 stk hvítlauksgeirar
 1 msk sesamolía, ég notaði frá Blue Dragon
 1 msk jurtaolía
 ¼ stk blaðlaukur, hvíti hlutinn
 ½ stk rauð paprika
 ½ stk brokkolíhaus
 3 stk kjúklingabringur
 2 stk krukkur Blue Dragon Satay cooking sauce
 2 msk fiskisósa
 2 msk sojasósa
 1 stk Blue Dragon medium egg noodles
 1 stk grænn chili, smátt saxaðir
 1 stk lime, skorið í báta
 Salthnetur, saxaðar og magn eftir smekk
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Skerið grænmetið, mér finnst best að hafa það frekar smátt, setjið til hliðar.

2

Skerið kjúklinginn og kryddið með salti og pipar, setjið til hliðar.

3

Setjið vatn í frekar stóran pott og saltið, hitið að suðu.

4

Saxið hvítlaukinn, setjið báðar tegundir af olíu á pönnu og hitið. Setjið hvítlaukinn út í olíuna og steikið við miðlungshita, varist að láta hann brenna.

5

Setjið kjúklinginn út á pönnuna og steikið þar til hann fer að brúnast.

6

Bætið þá grænmetinu út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur.

7

Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

8

Hellið Satay sósunni út á pönnuna og bætið soja- og fiskisósu út á. Smakkið til með salti og pipar og jafnvel ögn af chili dufti ef þið viljið hafa þetta sterkara.

9

Saxið chili og salthnetur og skerið lime-ið í báta.

10

Berið fram eins og ykkur finnst best. Ég setti núðlurnar og satay kjúklinginn í sitthvoru lagi í skálarnar en það má vel blanda þessu saman. Stráið chili og salthnetum yfir og kreistið lime-safa þar yfir.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 stk hvítlauksgeirar
 1 msk sesamolía, ég notaði frá Blue Dragon
 1 msk jurtaolía
 ¼ stk blaðlaukur, hvíti hlutinn
 ½ stk rauð paprika
 ½ stk brokkolíhaus
 3 stk kjúklingabringur
 2 stk krukkur Blue Dragon Satay cooking sauce
 2 msk fiskisósa
 2 msk sojasósa
 1 stk Blue Dragon medium egg noodles
 1 stk grænn chili, smátt saxaðir
 1 stk lime, skorið í báta
 Salthnetur, saxaðar og magn eftir smekk
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Skerið grænmetið, mér finnst best að hafa það frekar smátt, setjið til hliðar.

2

Skerið kjúklinginn og kryddið með salti og pipar, setjið til hliðar.

3

Setjið vatn í frekar stóran pott og saltið, hitið að suðu.

4

Saxið hvítlaukinn, setjið báðar tegundir af olíu á pönnu og hitið. Setjið hvítlaukinn út í olíuna og steikið við miðlungshita, varist að láta hann brenna.

5

Setjið kjúklinginn út á pönnuna og steikið þar til hann fer að brúnast.

6

Bætið þá grænmetinu út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur.

7

Setjið núðlurnar í pottinn og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.

8

Hellið Satay sósunni út á pönnuna og bætið soja- og fiskisósu út á. Smakkið til með salti og pipar og jafnvel ögn af chili dufti ef þið viljið hafa þetta sterkara.

9

Saxið chili og salthnetur og skerið lime-ið í báta.

10

Berið fram eins og ykkur finnst best. Ég setti núðlurnar og satay kjúklinginn í sitthvoru lagi í skálarnar en það má vel blanda þessu saman. Stráið chili og salthnetum yfir og kreistið lime-safa þar yfir.

Ljúffengar Satay núðlur á korteri

Aðrar spennandi uppskriftir