fbpx

BBQ kjúklingaborgari með Ritz kex raspi

Mmmm, þetta var algjört dúndur!

Magn6 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 6 hamborgarabrauð
 50 g brauðrasp
 50 g Ritz kex, mulið
 30 g panko rasp
 300 ml steikingarolía
 1 egg
 Hveiti (til að velta uppúr)
 Salt, pipar, hvítlauksduft, paprikuduft
 Heinz sweet bbq sósa
 Heinz majónes
 Salat, rauðlaukur, tómatur, paprika
 Krullufranskar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að kljúfa bringurnar í tvennt svo úr verði tveir þynnri hlutar.

2

Blandið brauðraspi, Ritz kexi og panko raspi saman og kryddið með um 1 tsk. af salti, hvítlauksdufti og papriku og um ½ tsk. af pipar, blandið vel og setjið í grunnan disk.

3

Veltið nú kjúklingabringunum upp úr hveiti og dustið umfram magn af, veltið næst upp úr pískuðu egginu og leggið svo í brauðrasp á öllum hliðum þar til þær eru vel hjúpaðar.

4

Hitið olíuna í djúpri pönnu eða í potti (ég hitaði í djúpri steypujárnspönnu úti á grillinu), setjið franskar í ofninn og gerið grænmeti og sósur tilbúnar á meðan olían hitnar.

5

Steikið síðan kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er gullinbrúnn og steiktur í gegn, hitið/grillið líka brauðin.

6

Raðið saman inn í hamborgarabrauð; majónes, kál, tómatur, rauðlaukur, paprika, kjúklingur, Heinz BBQ sósa og njótið með frönskum.


DeilaTístaVista

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 6 hamborgarabrauð
 50 g brauðrasp
 50 g Ritz kex, mulið
 30 g panko rasp
 300 ml steikingarolía
 1 egg
 Hveiti (til að velta uppúr)
 Salt, pipar, hvítlauksduft, paprikuduft
 Heinz sweet bbq sósa
 Heinz majónes
 Salat, rauðlaukur, tómatur, paprika
 Krullufranskar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að kljúfa bringurnar í tvennt svo úr verði tveir þynnri hlutar.

2

Blandið brauðraspi, Ritz kexi og panko raspi saman og kryddið með um 1 tsk. af salti, hvítlauksdufti og papriku og um ½ tsk. af pipar, blandið vel og setjið í grunnan disk.

3

Veltið nú kjúklingabringunum upp úr hveiti og dustið umfram magn af, veltið næst upp úr pískuðu egginu og leggið svo í brauðrasp á öllum hliðum þar til þær eru vel hjúpaðar.

4

Hitið olíuna í djúpri pönnu eða í potti (ég hitaði í djúpri steypujárnspönnu úti á grillinu), setjið franskar í ofninn og gerið grænmeti og sósur tilbúnar á meðan olían hitnar.

5

Steikið síðan kjúklinginn í 4-5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er gullinbrúnn og steiktur í gegn, hitið/grillið líka brauðin.

6

Raðið saman inn í hamborgarabrauð; majónes, kál, tómatur, rauðlaukur, paprika, kjúklingur, Heinz BBQ sósa og njótið með frönskum.

BBQ kjúklingaborgari með Ritz kex raspi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Caj P hamborgariÞað er alveg geggjað að pensla hamborgara með Caj P grillolíu! Gefur extra gott bragð og gerir hamborgarann enn meira…
MYNDBAND
Big Mac HamborgariJá krakkar mínir, núna getið þið útbúið ykkar eigin „Big Mac“ heima í eldhúsinu! Það skiptir máli að fletja hakkið…