OREO HrekkjavökubollakökurBollakökur með smjörkremi og OREO hrekkjavökuskreytingu.Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringirÉg hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í.
Þessa verðið þið bara að prófa!Veglegur marengs á veisluborðiðFullkominn veislu marengs með ferskum berjum og karamellusósu.Epla crumble með Cadbury Curly Wurly SquirliesFrábær eplabaka með karamellu, borin fram með ís.Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramelluÞað er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!Vanillu bollakökur með léttu rjómaostakremiHér hafið þið sumarlegar og undursamlegar vanillu bollakökur með léttu rjómaostakremi. Það er síðan svo gaman að skreyta kökur með ferskum blómum um leið og það er svo sumarlegt!Fljótleg bananakaka með hnetusmjörskremiVel þroskaðir bananar eru auðvitað algjörlega stórkostlegt hráefni í bakstur og ég nýti þá alveg óspart ef bananar eru við það að daga uppi hjá mér. Þessi kaka er ein af okkar uppáhalds á heimilinu og er hér í vegan útgáfu. Það er alveg ótrúlega fljótlegt að henda í þessa og í raun þarf bara eina skál og eina sleif til þess að hræra í deigið. Hún er lungamjúk og djúsí og það er enginn sem fattar að hún sé án dýraafurða þar sem hún lyftir sér mjög vel og molnar ekki eins og margar vegan kökur eiga það til að gera. Ég geri annað hvort rjómaostakrem með henni eða hnetusmjörskrem og það síðarnefnda varð fyrir valinu í dag. Hún helst lengi mjúk og er alveg tilvalin í nestiboxið! Djúsí möndlusnúðar með rjómaostakremiVið sem kunnum að meta klassískar möndlukökur með bleiku kremi og allra handa snúða þurfum að baka þessa ansi reglulega! Algjörlega ómótstæðilegir með góðu möndlubragði og djúsí marsípan fyllingu. Snúðarnir eru vegan og ég nota Oatly haframjólkina í þá sem gerir þá alveg fullkomna. Svo auðvitað er haframjólkin ómissandi með nýbökuðum snúðunum en þá er best að hafa hana alveg ískalda, helst við frostmark. Þessa verðið þið bara að prófa!Glútenlausar carob múffurÉg var vön að baka súkkulaðibananabrauð eða muffins í hvert sinn sem ég átti brúna banana, við erum alveg húkt á því. En svo ákvað ég, útaf svolitlu, að taka út glútein og leggja áherslu á basíkst matarræði. Ég hef því meira notað carob uppá síðkastið í staðinn fyrir kakó þar sem carob er basískara…. og mér finnst það líka bara skemmtileg tilbreyting, það er náttúrulega sætt og æðislega gott. Ég nota það líka til að toppa smoothieskálar og krakkarnir eru sjúk í það. Ég fór þó að sakna þess að baka bananamúffur og borða með krökkunum svo ég ákvað að gera tilraunir til að gera glúteinslausar sykurlausar muffins og ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Þær hafa horfið hratt hingað til á mínu heimili. Ég myndi ekki bera þessar muffins saman við dísætar sykraðar bakarísmuffins þar sem þetta eru bara annarskonar muffins, þær flokkast frekar sem skemmtilegt millimál og eru frábærar í nestisboxið.
Ef þú ert ekki fyrir carob þá er að sjálfsögðu hægt að skipta því út fyrir kakó eða sleppa því alveg.Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremiÞegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en það er einfaldlega nýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.Vegan SjónvarpskakaSjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og eru bæði ungir og aldnir jafn sólgnir í hana. Hér er ég með vegan útgáfu og hana er gott að grípa í hvort sem þið eruð vegan eða þurfið að sleppa eggjum eða mjólk vegna ofnæmis. Rapadura hrásykurinn frá Rapunzel er sérstaklega góður þar sem notast á við púðursykur og hér prófaði ég að nota hann í kókostoppinn. Hann gefur gott karamellubragð sem passar einstaklega vel í þessa uppskrift.Ljóskur með öðruvísi ívafiHér er um að ræða ljóskur en samt ekki alveg ljóskur. Ljóskur eða blondies á ensku eru oftast andstæðan við brúnkur eða Brownies. Nánast eins nema í stað þess að vera dökkar eru þær ljósar og úr hvítu súkkulaði. Þessar hér eru akkurat þannig en þó ekki. Ég get best lýst þeim þannig að þær eru eins og blanda af ljóskum og kransaköku. Kranskökuáferðin kemur líklegast því ég nota möndlumjöl. Kökuna er ótrúlega einfalt að gera enda örfá hráefni í henni. Ég notaði dásamlega möndlusmyrju frá Rapunzel í staðinn fyrir smjör og var útkoman skemmtilega öðruvísi.Páskarúllukaka með sítrónukremiLjúffeng rúllukaka með sítrónukeim og rjómaostafyllingu.PáskasúkkulaðimúsSúkkulaðimús í páskaþema með Cadbury páskaeggjum.Lífrænt hrákex úr hörfræjumSíðustu vikur hef ég verið glúteinlaus og að prófa mig áfram með hráfæði og alltíeinu poppaði upp minning um hrákex með hörfræjum. Mig minnir að ég hafi smakkað svona kex í fyrsta sinn á gamla Gló veitingastaðnum þegar þau buðu alltaf uppá hráfæðirétt svo seinna fór mamma að spreyta sig á að gera svona kex…. þetta var mögulega áður en ég fékk áhuga á eldamennsku haha.
Jæja það var kominn tími á að endurskappa þessa minningu í eldhúsinu mínu. Ég nota þurkofn til að gera hrákexið en það er líka hægt að nota venjulegan bakaraofn. Ég var svo heppin að eignast þurkofn eftir að góð vinkona mín hún Audrey tók til í geymslunni og spurði mig hvort ég vildi eiga þurkofninn sem hún notaði aldrei. Hingað til hefur hann aðallega verið tekinn fram á sumrin til að gera grænkálssnakk en hann hefur komið sér einstaklega vel síðasta mánuðinn og er mögulega í stanslausri notkun. Þetta kex er eitt af því sem kemur úr þurrkofninum í hverri viku núna.
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.