fbpx

Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringir

Ég hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í. Þessa verðið þið bara að prófa!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kleinuhringir
 400 g hveiti
 100 g sykur
 1 msk þurrger
 1 tsk salt
 230 ml Oatly haframjólk 2.8%
 60 tsk jurtaolía
 2 stk vanilludropar
 3 stk Palmín djúpsteikingarfeiti
Glassúr
 400 g flórsykur
 2 msk kakó fyrir súkkulaðiglassúr
 4 msk Oatly haframjólk 2.8%
 1 vanilludropar
 Matarlitur að eigin vali
 Kökuskraut ef vill

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni í hrærivélaskál og hrærið aðeins saman með hnoðaranum.

2

Velgið haframjólkina og olíuna saman upp í 37°C. Hellið blöndunni rólega saman út í þurrefnin ásamt vanilludropum. Látið hrærivélina hnoða deigið í 5 mín á rólegum hraða.

3

Látið deigið hefast í 90 mín.

4

Klippið út ferninga úr bökunarpappír, nægilega stóra til þess að kleinuhringur passi á hann.

5

Rúllið út deigið með kökukefli þar til það er um hálfur sentimetri að þykkt. Skerið út kleinuhringi með kleinuhringjajárni eða einhverju kringlóttu formi. Skerið minni hring innan úr með kringlóttu áhaldi, hægt að nota kremstút eða tappa ef ekki vill betur. Setjið hvern kleinuhring ofan á bökunarpappírsbút. Leggið kleinuhringina á bökunarplötu.

6

Hitið ofninn í 40°C og úðið að innan með vatni. Setjið plöturnar með kleinuhringjunum í ofninn og hefið í 40 mín.

7

Setjið palmínkubbana í þykkbotna pott og hitið feitina upp í 175°C. Setjið bökunarplötu nálægt pottinum og klæðið með tvöföldu lagi af eldhúspappír.

8

Steikið kleinuhringina í feitinni og passið að halda hitastiginu jöfnu. Ef feitin verður heitari en þetta geta hringirnir brennst að utan en orðið hráir innan í.

9

Þegar kleinuhringirnir eru tilbúnir veiðið þá upp úr og leggið á eldhúspappírinn. Endurtakið þar til allir kleinuhringirnir eru steiktir.

10

Útbúið glassúrinn og þegar hringirnir hafa kólnað að mestu dýfið þeim þá í glassúrinn og dreifið kökuskrauti strax yfir.

11

Það er hægt að frysta kleinuhringina en þá er best að gera það án glassúrsins.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kleinuhringir
 400 g hveiti
 100 g sykur
 1 msk þurrger
 1 tsk salt
 230 ml Oatly haframjólk 2.8%
 60 tsk jurtaolía
 2 stk vanilludropar
 3 stk Palmín djúpsteikingarfeiti
Glassúr
 400 g flórsykur
 2 msk kakó fyrir súkkulaðiglassúr
 4 msk Oatly haframjólk 2.8%
 1 vanilludropar
 Matarlitur að eigin vali
 Kökuskraut ef vill

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni í hrærivélaskál og hrærið aðeins saman með hnoðaranum.

2

Velgið haframjólkina og olíuna saman upp í 37°C. Hellið blöndunni rólega saman út í þurrefnin ásamt vanilludropum. Látið hrærivélina hnoða deigið í 5 mín á rólegum hraða.

3

Látið deigið hefast í 90 mín.

4

Klippið út ferninga úr bökunarpappír, nægilega stóra til þess að kleinuhringur passi á hann.

5

Rúllið út deigið með kökukefli þar til það er um hálfur sentimetri að þykkt. Skerið út kleinuhringi með kleinuhringjajárni eða einhverju kringlóttu formi. Skerið minni hring innan úr með kringlóttu áhaldi, hægt að nota kremstút eða tappa ef ekki vill betur. Setjið hvern kleinuhring ofan á bökunarpappírsbút. Leggið kleinuhringina á bökunarplötu.

6

Hitið ofninn í 40°C og úðið að innan með vatni. Setjið plöturnar með kleinuhringjunum í ofninn og hefið í 40 mín.

7

Setjið palmínkubbana í þykkbotna pott og hitið feitina upp í 175°C. Setjið bökunarplötu nálægt pottinum og klæðið með tvöföldu lagi af eldhúspappír.

8

Steikið kleinuhringina í feitinni og passið að halda hitastiginu jöfnu. Ef feitin verður heitari en þetta geta hringirnir brennst að utan en orðið hráir innan í.

9

Þegar kleinuhringirnir eru tilbúnir veiðið þá upp úr og leggið á eldhúspappírinn. Endurtakið þar til allir kleinuhringirnir eru steiktir.

10

Útbúið glassúrinn og þegar hringirnir hafa kólnað að mestu dýfið þeim þá í glassúrinn og dreifið kökuskrauti strax yfir.

11

Það er hægt að frysta kleinuhringina en þá er best að gera það án glassúrsins.

Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringir

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…