fbpx

Lífrænt hrákex úr hörfræjum

Síðustu vikur hef ég verið glúteinlaus og að prófa mig áfram með hráfæði og alltíeinu poppaði upp minning um hrákex með hörfræjum. Mig minnir að ég hafi smakkað svona kex í fyrsta sinn á gamla Gló veitingastaðnum þegar þau buðu alltaf uppá hráfæðirétt svo seinna fór mamma að spreyta sig á að gera svona kex…. þetta var mögulega áður en ég fékk áhuga á eldamennsku haha. Jæja það var kominn tími á að endurskappa þessa minningu í eldhúsinu mínu. Ég nota þurkofn til að gera hrákexið en það er líka hægt að nota venjulegan bakaraofn. Ég var svo heppin að eignast þurkofn eftir að góð vinkona mín hún Audrey tók til í geymslunni og spurði mig hvort ég vildi eiga þurkofninn sem hún notaði aldrei. Hingað til hefur hann aðallega verið tekinn fram á sumrin til að gera grænkálssnakk en hann hefur komið sér einstaklega vel síðasta mánuðinn og er mögulega í stanslausri notkun. Þetta kex er eitt af því sem kemur úr þurrkofninum í hverri viku núna.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 dl lífræn hörfræ frá Rapunzel.
 ½ dl lífræn graskersfræ frá Rapunzel.
 ½ dl lífræn sesamfræ frá Rapunzel.
 ½ tsk jurtasalt
 1 tsk oregano

Leiðbeiningar

1

Byrjað er á að setja hörfræin í skál ásamt 2 dl af vatni. Leyfið fræjunum að liggja í bleyti í 8 klst. Ég legg fræin yfirleitt í bleyti að morgni til, blanda í deigið að kvöldi til og læt bakast yfir nóttina, þá á ég tilbúið kex morguninn eftir.

2

Leggið graskers- og sesamfræin í bleyti í annarri skál í 8 klst, vökvamagnið þarf að rúma tvöfalt rúmmál fræjanna.

3

8 klst seinna, hörfræjin hafa dregið í sig vökvann og myndað slím utan um sig en það er límið í kexinu (enginn vökvi sigtaður frá hörfræjunum). Sigtið vökvann vel frá graskers- og sesamfræjunum og bætið fræjunum útí skálina með hörfræjunum.

4

Bætið salti og oregano og blandið vel. Komið fræblöndunni fyrir á bökunarpappír og dreifið vel svo hún myndi þétt en þunnt lag.

5

Komið fyrir í þurrkofni eða bökunarofni* og stillið hitann á 40°C og bakið í 8 klst eða þar til stökkt. *Ef þið notið bökunarofn mæli ég með að hafa viftuna á og klemma viskustykki eða sleif á milli ofnhurðar sem myndar rifu svo raki komist út.

6

Berið fram með avocado, möndlusmjöri eða möndlumæjó og spírum eða myljið kexið yfir vegan raw sesarsalat… eða toppaðu með einhverju allt öðru sem þú elskar og deildu því endilega með mér.

Verði ykkur að góðu.


DeilaTístaVista

Hráefni

 2 dl lífræn hörfræ frá Rapunzel.
 ½ dl lífræn graskersfræ frá Rapunzel.
 ½ dl lífræn sesamfræ frá Rapunzel.
 ½ tsk jurtasalt
 1 tsk oregano

Leiðbeiningar

1

Byrjað er á að setja hörfræin í skál ásamt 2 dl af vatni. Leyfið fræjunum að liggja í bleyti í 8 klst. Ég legg fræin yfirleitt í bleyti að morgni til, blanda í deigið að kvöldi til og læt bakast yfir nóttina, þá á ég tilbúið kex morguninn eftir.

2

Leggið graskers- og sesamfræin í bleyti í annarri skál í 8 klst, vökvamagnið þarf að rúma tvöfalt rúmmál fræjanna.

3

8 klst seinna, hörfræjin hafa dregið í sig vökvann og myndað slím utan um sig en það er límið í kexinu (enginn vökvi sigtaður frá hörfræjunum). Sigtið vökvann vel frá graskers- og sesamfræjunum og bætið fræjunum útí skálina með hörfræjunum.

4

Bætið salti og oregano og blandið vel. Komið fræblöndunni fyrir á bökunarpappír og dreifið vel svo hún myndi þétt en þunnt lag.

5

Komið fyrir í þurrkofni eða bökunarofni* og stillið hitann á 40°C og bakið í 8 klst eða þar til stökkt. *Ef þið notið bökunarofn mæli ég með að hafa viftuna á og klemma viskustykki eða sleif á milli ofnhurðar sem myndar rifu svo raki komist út.

6

Berið fram með avocado, möndlusmjöri eða möndlumæjó og spírum eða myljið kexið yfir vegan raw sesarsalat… eða toppaðu með einhverju allt öðru sem þú elskar og deildu því endilega með mér.

Verði ykkur að góðu.

Lífrænt hrákex úr hörfræjum

Aðrar spennandi uppskriftir