fbpx

Vegan Sjónvarpskaka

Sjónvarpskaka er ein af þeim kökum sem flestir sameinast um að þykja góð. Hún klárast alltaf upp til agna og eru bæði ungir og aldnir jafn sólgnir í hana. Hér er ég með vegan útgáfu og hana er gott að grípa í hvort sem þið eruð vegan eða þurfið að sleppa eggjum eða mjólk vegna ofnæmis. Rapadura hrásykurinn frá Rapunzel er sérstaklega góður þar sem notast á við púðursykur og hér prófaði ég að nota hann í kókostoppinn. Hann gefur gott karamellubragð sem passar einstaklega vel í þessa uppskrift.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kakan
 3 bollar hveiti
 2 msk maízenamjöl
 1,50 tsk lyftiduft
 0,50 tsk matarsódi
 300 ml Oatly haframjólk
  bolli Oatly jógúrt með vanillubragði
 120 g brætt vegan smjör
 70 ml jurtaolía eða fljótandi kókosolía
 300 g hrásykur
 3 tsk vanilludropar
 2 tsk eplaedik
Kókostopping
 130 g vegan smjör
 130 g Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 120 g kókosmjöl frá Rapunzel
 3 msk Oatly haframjólk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160° blástur. Setjið bökunarpappír í skúffukökuform og setjið til hliðar.

2

Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið vel í með písk. Bræðið smjörið og setjið restina af vökvanum saman í skál eða könnu og hrærið saman.

3

Blandið blautefnum saman við þurrefnin og setjið smjörið saman við að síðustu. Setjið deigið í formið og bakið í 30 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.

4

Á meðan kakan er í ofninum útbúið þið kókoskaramelluna, þegar þið takið kökuna út úr ofninum setjið þá yfirhita á ofninn og hækkið hitastigið upp í 200°C.

5

Smyrjið karamellunni yfir kökuna og setjið hana aftur inn, passið að setja hana ofarlega í ofninn. Bakið karamelluna í 5 mín eða þar til hún er farin að brúnast og bubbla á köntunum.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kakan
 3 bollar hveiti
 2 msk maízenamjöl
 1,50 tsk lyftiduft
 0,50 tsk matarsódi
 300 ml Oatly haframjólk
  bolli Oatly jógúrt með vanillubragði
 120 g brætt vegan smjör
 70 ml jurtaolía eða fljótandi kókosolía
 300 g hrásykur
 3 tsk vanilludropar
 2 tsk eplaedik
Kókostopping
 130 g vegan smjör
 130 g Rapadura hrásykur frá Rapunzel
 120 g kókosmjöl frá Rapunzel
 3 msk Oatly haframjólk

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160° blástur. Setjið bökunarpappír í skúffukökuform og setjið til hliðar.

2

Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið vel í með písk. Bræðið smjörið og setjið restina af vökvanum saman í skál eða könnu og hrærið saman.

3

Blandið blautefnum saman við þurrefnin og setjið smjörið saman við að síðustu. Setjið deigið í formið og bakið í 30 mín eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.

4

Á meðan kakan er í ofninum útbúið þið kókoskaramelluna, þegar þið takið kökuna út úr ofninum setjið þá yfirhita á ofninn og hækkið hitastigið upp í 200°C.

5

Smyrjið karamellunni yfir kökuna og setjið hana aftur inn, passið að setja hana ofarlega í ofninn. Bakið karamelluna í 5 mín eða þar til hún er farin að brúnast og bubbla á köntunum.

Vegan Sjónvarpskaka

Aðrar spennandi uppskriftir