#sojasósa

Tataki-nautakjöt að ítölskum hættiÁttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.
Vaffla með laxiHrísgrjónavaffla með marineruðum laxi og majónesi. Frábær forréttur eða smáréttur með japönskum mat.
Maríneraður steiktur fiskur með bræddu hvítlaukssmjöriÞessi fiskréttur er afar góður ef þið eruð að leita eftir tilbreytingu frá hefðbundnum steiktum fiski. Rétturinn er í senn bragðmikill og auðveldur að gera. En galdurinn hér er að marínera fiskinn í Caj P hvítlauks grillolíu. Því lengur því betra, en ég hef hann stundum alveg yfir nótt eða frá morgni til kvöldmats í maríneringunni. Best er að leyfa fiskinum að marínerast allavega í 2-4 tíma.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Nauta tatakiSælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.
Udon núðlur frá AsíuHér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.
1 2 3