Udon núðlur frá Asíu

    

febrúar 5, 2021

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.

  • Fyrir: 5-6

Hráefni

300 g nautalund/nautakjöt

450 g Udon núðlur

1 brokkolihaus

2 msk. vatn

1 blaðlaukur

2 hvítlauksrif

2 cm ferskt engifer

2 pokar Hoisin Wok sósa frá Blue Dragon (í pokum)

1 msk. púðursykur

Ólífuolía til steikingar

Sojasósa, salt og pipar

Sesamfræ og vorlaukur til skrauts

Leiðbeiningar

1Eldið nautakjötið og leyfið því að hvílast á meðan annað er útbúið.

2Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum að pakka, setjið í sigti og látið kalt vatn renna á þær.

3Skerið brokkoli í litla bita, steikið upp úr vel af olíu, saltið, piprið og skvettið smá soyasósu á það og síðan 2 msk. af vatni og leyfið því að gufa upp (þá mýkist það svo vel en þessu má samt sleppa ef þið viljið hafa það stökkara).

4Skerið blaðlaukinn niður og rífið hvítlauk og engifer, bætið á pönnuna ásamt smá meiri olíu, saltið og piprið eftir smekk.

5Nú má skera niður kjötið og bæta því á pönnuna ásamt núðlunum og hella Hoisin sósunni yfir ásamt púðursykri og smá meiri soyasósu og blanda vel.

6Berið fram með sesamfræjum og vorlauk.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Víetnamskt banh mi í skál

Núðluréttur með steiktu svínakjöti, gulrætum og agúrku.

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.

BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

BBQ svínakjöt í vegju þar sem svínakjötið er hægeldað upp úr bjór sem gerir það að verkum að það verður einstaklega safaríkt og mjúkt.