Risarækjur með steiktu grænmeti í soja-chilísósu

    

mars 23, 2021

Einfaldur og bragðgóður rækjuréttur með asísku ívafi.

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

2 pakkar af risarækju frá Sælkerafiski

1 rautt chilí

3 hvítlauksrif

1/2 púrrulaukur

1/2-1 pakki sykurbaunir

10 sveppir

2 msk soyasósa frá Blue Dragon

1 msk sweet chilísósa frá Blue Dragon

2 msk ólífuolía

furuhnetur

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið grænmetið niður.

2Hitið olíu á pönnu og steikið grænmetið í stutta stund við háan hita. Bætið soya- og chilísósunni saman við. Takið af pönnunni og geymið.

3Setjið olíu á pönnuna og steikið hvítlauk, chilí og risarækjurnar saman í 1-2 mínútur.

4Bætið grænmetisblöndunni saman við og hitið saman í 1 mínútur. Bætið furuhnetum saman við.

5Mér finnst gott að bera réttinn fram með steiktum hrísgrjónum. Þá sýð ég hrísgrjón og læt 2-3 egg á pönnu og hræri þeim saman. Bæti svo hrísgrjónunum saman við og hita saman í 1-2 mínútur. En einnig hægt að bera réttinn fram með fersku salati.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.