Ofnbakaðar lax með hrísgrjónum

Fljótlegur og góður réttur! Snilldin við hann er að það er hægt að skella þessu saman á korteri, ganga frá öllu á meðan rétturinn er í ofninum í tuttugu mínútur.

Magn5 skammtarRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 250 g Tilda basmati hrísgrjón
 900 g laxaflök
 1 stk Rauð paprika
 ½ stk blaðlaukur
 2 stk hvítlauksrif
 200 g Philadelphia rjómaostur með Sweet chili
 550 ml rjómi
 Rifinn ostur
 Salt, pipar og hvítlauksduft
 Ólífuolía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan þið undirbúið annað.

3

Skerið laxinn í bita og skerið einnig niður papriku og blaðlauk.

4

Steikið papriku og blaðlauk upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

5

Bætið hvítlauknum á pönnuna þegar paprika og blaðlaukur er búið að mýkjast og hitið saman í um mínútu.

6

Bætið þá rjóma og rjómaosti saman við og hrærið þar til rjómaosturinn er bráðinn.
Setjið síðan hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, næst laxabitana og hellið síðan rjómaostasósunni jafnt yfir allt.

7

Toppið með vel af rifnum osti og bakið í ofninum í 20 mínútur.


Uppskrift eftir Berglindi á gotteri.is

SharePostSave

Hráefni

 250 g Tilda basmati hrísgrjón
 900 g laxaflök
 1 stk Rauð paprika
 ½ stk blaðlaukur
 2 stk hvítlauksrif
 200 g Philadelphia rjómaostur með Sweet chili
 550 ml rjómi
 Rifinn ostur
 Salt, pipar og hvítlauksduft
 Ólífuolía til steikingar
Ofnbakaðar lax með hrísgrjónum

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Blinis með reyktum laxiBlinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert…