fbpx

Kjúklingur í chilí-parmesan ostasósu

Kjúklingaréttur sem tekur innan við 30 mínútur að gera, öll fjölskyldan mun elska þennan rétt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 800 g Rose Poultry kjúklingur (t.d. læri eða lundir)
 2 dl sýrður rjómi
 3 dl rjómi
 2 dl Parmareggio parmesanostur, rifinn
 8 sólþurrkaðir tómatar
 3-5 hvítlauksrif
 handfylli spínat
 1 gul paprika
 1 rauð paprika
 1 rautt chilí eða chilíflögur
 2 msk sojasósa frá Blue dragon
 3 msk chilísósa frá Heinz (ekki sweet chili)
 2 msk Oscar kjúklingakraftur
 kirsuberjatómatar
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu í pott og steikið kjúklinginn þar til hann hefur brúnast. Látið í ofnfast mót.

2

Skerið hvítlauk og chilí smátt og paprikuna gróflega. Hér má nota grænmeti að eigin vali. Setjið olíu í sama pott og léttsteikið grænmetið. Látið yfir kjúklinginn.

3

Hitið rjóma og sýrðan rjóma við vægan hita í sama potti. Þegar sýrður rjómi hefur blandast vel saman við rjómann takið af hitanum og bætið sojasósu, chilísósu, kjúklingakrafti. Bætið að lokum rifnum parmesan saman við.

4

Smakkið sósuna til með salti og pipar og hellið yfir allt. Látið handfylli af spínati yfir sósuna en ýtið því ekki í sósuna. Skerið tómata í tvennt og látið þá yfir.

5

Setjið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur.


Uppskrift eftir Berglindi GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 800 g Rose Poultry kjúklingur (t.d. læri eða lundir)
 2 dl sýrður rjómi
 3 dl rjómi
 2 dl Parmareggio parmesanostur, rifinn
 8 sólþurrkaðir tómatar
 3-5 hvítlauksrif
 handfylli spínat
 1 gul paprika
 1 rauð paprika
 1 rautt chilí eða chilíflögur
 2 msk sojasósa frá Blue dragon
 3 msk chilísósa frá Heinz (ekki sweet chili)
 2 msk Oscar kjúklingakraftur
 kirsuberjatómatar
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu í pott og steikið kjúklinginn þar til hann hefur brúnast. Látið í ofnfast mót.

2

Skerið hvítlauk og chilí smátt og paprikuna gróflega. Hér má nota grænmeti að eigin vali. Setjið olíu í sama pott og léttsteikið grænmetið. Látið yfir kjúklinginn.

3

Hitið rjóma og sýrðan rjóma við vægan hita í sama potti. Þegar sýrður rjómi hefur blandast vel saman við rjómann takið af hitanum og bætið sojasósu, chilísósu, kjúklingakrafti. Bætið að lokum rifnum parmesan saman við.

4

Smakkið sósuna til með salti og pipar og hellið yfir allt. Látið handfylli af spínati yfir sósuna en ýtið því ekki í sósuna. Skerið tómata í tvennt og látið þá yfir.

5

Setjið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur.

Kjúklingur í chilí-parmesan ostasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…