Ofureinfaldur kjúklingaréttur með grænmeti og sweet chilí rjómasósu

    

febrúar 25, 2021

Einfaldur og barnvænn kjúklingaréttur, allt í eitt fat og inn í ofn.

  • Eldun: 30 mín
  • 30 mín

    30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

4 kjúklingabringur frá Rose Poultry

250 ml rjómi

1 dl sweet chilí sósa frá Blue Dragon

1/2 dl soyasósa frá Blue Dragon

1 rauðlaukur

1 paprika

1/2 brokkolí

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og látið í ofnfast mót.

2Blandið rjóma, sweet chilí og soyasósu saman í skál. Geymið.

3Skerið grænmetið niður og látið yfir kjúklinginn.

4Hellið sósunni yfir allt og látið í

5Látið í 180°c heitan ofn í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.