Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu

  ,   

apríl 9, 2021

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður.

Hráefni

1 poki Itsu dumplings með kjúklingi

Salat að eigin vali, ég notaði blandað blaðsalat

Rauð paprika skorin í strimla

Gulrætur skornar í julienne strimla

Rauðlaukur skorinn í strimla

Fersk bláber eftir smekk

Japönsk dressing

3 msk sojasósa

1 msk hrísgrjónaedik, ég notaði frá Blue dragon

1 tsk sesamolía

örlítið af chili dufti

1/2 tsk engiferduft

Leiðbeiningar

1Steikið dumplings eftir uppskrift á pakka.

2Raðið saman salatinu.

Japönsk dressing

1Blandið öllu saman í skál og hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram

Uppskrift frá Völlu á GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði

Mildur og bragðgóður réttur sem hentar öllum.

Buffaló fröllur

Ég hef áður dásamað við ykkur „Waffle fries“ og hér eru þær komnar á næsta „level“ með buffaló kjúklingi, algjör snilld!

Brie kjúklingur með stökkri parmaskinku

Parma­skink­an og brieost­ur­inn með kjúk­lingn­um er blanda sem get­ur ekki klikkað!