#smákökur

Súkkulaði „Turtle“ kökurÞað má svo sannarlega bæði baka og borða yfir sig af smákökum í desember. „Turtle Cookies“ eru kökur sem innihalda karamellu og pekanhnetur, síðan eru útfærslurnar ýmiss konar!
Blúndur með súkkulaðikremiÞessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!
Toblerone smákökurStökkar og bragðgóðar smákökur sem tekur enga stund að útbúa. Mér finnst Toblerone svo jólalegt súkkulaði og það gerir þessar smákökur extra góðar! Ég blanda smátt söxuðu Toblerone saman við deigið ásamt því að setja stóra bita af því í deigið. Namminamm! Þessi uppskrift klikkar ekki.
Milka sörurÞað elska allir sörur, þessar sörur eru með mjúku Milka súkkulaði sem gerir allt betra.
Súkkulaðibitakökur með karamellukeimHér kemur ein klassísk þar sem ég var bæði að prófa að nota brætt smjör (í stað smjörs við stofuhita) og Milka Daim súkkulaði sem er eitt af okkar uppáhalds og útkoman var stórfengleg.
Múmíukökur með OREO MilkaEinstaklega bragðgóðar og krúttlegar hrekkjavöku smákökur. Þær innihalda Milka Oreo súkkulaði ásamt hvítu súkkulaði sem gerir þær svo ljúffengar. Tilvalið að útbúa með börnunum um helgina. Svo er einnig sniðugt að skella í þær fyrir jólin og þá er hægt að sleppa augunum og jafnvel gera þær minni.
Súkkulaðibitakökur með lakkrískeimSúkkulaðibitakökur eru að mínu mati bestar aðeins volgar ennþá með ískaldri mjólk, mmmmm! Það er alltaf góður tími til þess að baka góðar smákökur! Það þarf alls ekki að bíða til jóla og mér persónulega finnst best að baka eina og eina sort í einu og borða þær jafnóðum!
Krönsí Daim smákökurHvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
Sætar súkkulaðibitakökurSmákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
CarobkúlurEinföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlumVið sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.
1 2 3